Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 134
132
Maurizio Ferraris
að einmitt það sem ábyrgist nærveruna er þarri sjálfu sér. Af ástæðum sem
ég mun reyna að varpa Ijósi á má koma auga á kerfisbundin tengsl milli
táknsins, Messíasar, fyrirbærisins og hugsjónarinnar. Þetta eru leifar þess
sem stóð Derrida fyrir hugskotssjónum allt frá upphafi, frá því hann tók til
við að lesa fyrirbærafræði út frá forsendum sem virðast stangast á: sifyafræði
og markhyggju, tilurðar og formgerðar, eða jafnvel hindurvitna og fyrirbæris.
Trúfesta með rætur í öndverðu
Þetta leiðir mig að fyrsta atriðinu sem ég hyggst taka til skoðunar. Derrida
leikur ýmsar listir í lestri sínum á fyrirbærafræðinni, en því fer þó fjarri að
umræddur lestur beri vott um ótrúnað. Og ef við bægjum óttanum við yfir-
vofandi smættarhyggju frá okkur getum við sagt að þessi lestur Derrida
snúist eiginlega um náttúrusögu fyrirbærafræðinnar. Náttúrusagan sú arna
hefst með upprunahyggju Heimspeki reikningslistarinnar (Philosophie der
Arithmetik, 1891) og lýkur í markhyggju Uppruna rúmfræðinnar (Der Ur-
sprung der Geometrie, 1939). Þarna á milli liggur leiðin fyrst um Rökfræði-
legar rannsóknir (Logische Untersuchungen, 1900-01), þar sem gengist er við
gagnrýni Frege á upprunahyggju svo fortakslaust að hvers kyns vangaveltur
um uppruna eru látnar sitja á hakanum. Þá víkur sögunni að Fyrirlestrum
um innri tímameðvitund {Zur Phanomenologie des inneren Zeitbevoufitseins,
1905), þar sem hugmyndin um eftirheldni (sem leggja má að jöfnu við upp-
runa) skýtur upp kollinum, og fram að Bernau-handritunum um tímavit-
undina (Die „Bernauer Manuskripte" úber das Zeitbewufitsein, 1917) þar sem
Husserl kemst að þeirri niðurstöðu að tímalíkan sem takmarkast við einfalt
flæði er beri fortíðina inn í núið sé ófullnægjandi. Til að gera megi grein
fyrir því að tíminn flæði eins Og raun ber vitni verði tímalíkanið einnig að
taka til framleitni, það er til væntingar um framtíð. Derrida rekur þessa
náttúrusögu strax í meistaraprófsritgerð sinni, Tilurðarvandanum í heim-
speki Husserls (Le probléme de la genése dans la philosophie de Husserl, 1953-
54) og gengst jafnframt við mikilvægi hennar í inngangi sínum að Uppruna
rúmfræðinnar (1962) sem hann setur fram sem endurskoðun þeirra sjónar-
miða sem birtast í meistaraprófsritgerðinni. Að lokum helgar hann sína
veigamestu útleggingu á fyrirbærafræðinni, Röddina ogjyrirbærið (La voix et
le phe'noméne, 1967), þeim texta Husserls sem ákafast streitist á móti upp-
runahyggju og markhyggju, bæði hvað efni og aðferð snertir, það er að segja
Rökfræðilegum rannsóknum.
Allt virðist þetta bera að þeim brunni að Derrida ætli sér að koma þvert á
fyrirbærafræðina í túlkun sinni - taka á henni þar sem hún gerir sér far um
að vera hvað kyrrstæðust og tekst á hendur, af yfirgengilegum ákafa, að
smætta ábendingartáknið niður — og leiða í ljós að undir búi djúpstæður
ásetningur sem setji raunar mark sitt á gjörvalla þróun þeirrar hugsunar sem
rekja má frá Heimspeki reikningslistarinnar (sem Derrida benti á, árið 1962,