Hugur - 01.01.2006, Side 140
138
Maurizio Ferraris
lætur í té, þ.e. hins tiltekna tilfellis. Sé raunin þessi, er óendanleikinn aðeins
skugginn afhinu ótakmarkaða rétt eins og hjá Kant, í þeim skilningi að hann
stafar af eða kemur fram úr hinu ótakmarkaða. Það er einmitt á þessum nót-
um sem Derrida heldur því fram í Röddinni ogjýrirbærinu að hinn óendan-
legi skilafrestur [dijférance\ sé endanlegur. Þetta þýðir að sú aðgerð að fresta
eða mismuna, óendanleikinn sem möguleiki, er þegar allt kemur til alls upp-
runnin í innviðum tiltekinnar veru sem sjálf er endanleg. Þessi hugmynd
kom þegar fram í greiningu Derrida á hugsjónareðli rúmfræðinnar hjá Huss-
erl: forsenda þess að rúmfræðin kom fram er sú að tiltekinn maður á tiltekn-
um stað og tíma uppgötvaði hana.
Vofa ábendingarinnar
í því tilviki þegar leitin að hlutlægni af meiði hugsjónarinnar rekst á tiltekið
viðmið sem er allt eins hlutlægt og sömuleiðis af meiði hugsjónarinnar - við-
miðið sem rekur heimspekinginn til að gera á heiðarlegan hátt ráð fyrir þeim
heimi sem hann tilheyrir og leggur honum til grundvöllinn að allri hugsun
hans - er fyllilega óhætt að segja að smættun ábendingarinnar [indication\
taki á sig vafasaman blæ. Astæðu þessa er að leita í því að sá sem vinnur að
sh'ku verkefni er þar með að leitast við að smætta þann sama hlut (vísunina til
hins reynslubundna) sem reynist vera sjálf forsenda þess að sá gerandi sem
framkvæmir smættunina sé sjálfur mögulegur. Hún er forsenda þessa mögu-
leika á tvo vegu: táknið er ekki aðeins almenn merking og þar með möguleik-
inn á te/os og hugsjónareðli, heldur er það einnig vera á meðal annarra vera,
getur horfið eins og allt annað og hvílir á grundvelli alls þess sem grundvall-
að verður, heiminum. Með öðrum orðum, það að taka tillit til þeirrar stað-
reyndar að hugsjónareðli geti verið mögulegt, veltur á því hvort ábendingar-
tákn séu til staðar. Þar af leiðir að hugsjónareðli sem leggur í orrustu gegn
ábendingartáknum í því skyni að útrýma þeim lendir fyrr en varir í stríði við
sjálft sig. Og það er einmitt vofa tilurðar og markhyggju sem varpar skýrustu
ljósi á þetta, með neikvæðum formerkjum, þegar fengist er við smættun
ábendingartáknsins, að því leyti sem hún frestar/mismunar nærverunni.
Hér er ef til vill um særingar að ræða, í tæknilegum skilningi þess orðs.
Hið raunverulega, nærveran sem er til staðar, myndast fyrir atbeina eftir-
heldni og framleitni. Þótt Husserl hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma sem
um ræðir, eru ef til vill öll meginatriðin þegar komin til sögu, með neikvæð-
um formerkjum, í þeirri grunnreglu að tákninu, með því að það frestar/mis-
munar nærverunni, verði að halda utan vallar. Hins vegar jafngildir hugsjón-
areðlið því að halda í nærveruna, handan við ágalla hins raunverulega. Þrátt
fyrir þetta er fullkomnunin ekki algjör, en það þýðir að hún beinist að ein-
hverju: raunveruleikanum. Á vissan hátt skortir hugsjónina galla hins raun-
verulega, sumpart eins og í dæminu um dúfú Kants eða líkt og raunin er um
margar staðreyndir í lífx okkar. I stuttu máli minnir þessi aðstaða á stöðu