Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 159
Tilurð ogformgerð “ og jýrirbcerafrœðin
*57
gerð og tilurð“ sem Husserl tókst upphaflega á við utan marka fyrirbærafræð-
innar. Eftir að forsendur sálfræðinnar og sagnfræðinnar voru teknar til rót-
tækrar endurskoðunar kviknaði sú nauðsyn að taka upp viðhorf fyrirbæra-
fræðinnar. Reynum nú að koma upp um þennan sama vanda innan
fyrirbærafræðinnar, og tökum jafnframt með í reikninginn aðferðafræðilegar
forsendur Husserls, sér í lagi „afturfærsluna" í eðlisformlegri \eidétique\ mynd
sinni annars vegar og forskilvitlegri mynd sinni hins vegar. Sannast sagna get-
ur ekki verið um sama vandann að ræða, eins og við munum komast að raun
um, heldur væri réttara að tala um svipaðan vanda. Husserl hefði hér eflaust
talað um „hliðstæðu", en sú spurning er býsna erfið viðfangs, hvaða skilning
beri að leggja í þá hugmynd (sem við munum von bráðar víkja nánar að).
A frumstigi sínu beinist hin fyrirbærafræðilega lýsing og „greiningar á
samsetningu" afdráttarlaust að kyrrstæðum formgerðum (skýrustu ummerk-
in um þetta stig má finna í Hugmyndum I). Ástæða þessa virðist að minnsta
kosti tvíþætt. A) Vegna andstöðu sinnar við tilurðaráráttu sögustefnunnar
eða sálarhyggjunnar, sem hann heldur áfram að etja kappi við, útilokar Huss-
erl markvisst hvers kyns tilurðartengd hugðarefni.11 Vera má að afstaðan sem
hann andæfir með þessu hætti gegn hafi smitað og mótað afstöðu hans sjálfs:
það er engu líkara en hann telji alla tilurð bundna tengslum, orsökum, stað-
reyndum og efnisheiminum. B) Þar sem honum er umfram allt umhugað um
formlega verufræði og almenna hlutlægni beinir Husserl einkum sjónum að
sambandi viðfangsins almennt (hvaða svæði sem það tilheyrir) við vitundina
almennt (sem Ur-Region, „upprunalegt svæði“). Hann skilgreinir afbrigði
auðsæisins \évidence\ almennt og hyggst með því móti komast upp á efsta
dómstig gagniýninnar og fyrirbærafræðinnar, sem hin metnaðarfyllsta til-
urðarlýsing verður síðar látin lúta.
Þótt Husserl geri þannig greinarmun á reynslubundinni og eðlisformlegri
formgerð annars vegar og reynslubundinni og eðlisforms-forskilvitlegri
\eidético-transcendantale\ formgerð hins vegar, lætur hann það ógert þegar
hér er komið sögu að greina tilurðina með sama hætti.
Á þessu stigi lýsingarinnar má líta svo á að með tilliti til hins hreina for-
skilvitleika vitundarinnar taki vandi okkar á sig að minnsta kosti tvær myndir
(því okkur er nauðugur kostur að velja). I báðum tilfellum er um að ræða
vandann um lokun og opnun.
1. Olíkt stærðfræðilegum eðlisformum verða eðlisform hinnar hreinu vit-
undar ekki afmörkuð nákvœmlega, né heldur geta þau verið það, og fyrir því
eru ákveðnar grundvallarástæður. Sem kunnugt er greindi Husserl á milli
nákvœmni og strangleika. Lýsandi eðlisformleg vísindi á borð við fyrirbæra-
fræðina geta verið ströng en á hinn bóginn hljóta þau að vera ónákvæm -
ég kysi öllu heldur að segja „afnákvæm" \anexacte\. I því er þó engan veginn
fólginn veikleiki. Nákvæmnin er ávallt afleidd afurð tiltekinnar athafnar af
tagi „huggervingar" og „færslu út á jaðarinn“, og getur aðeins átt við um sér-
11 Sjá einkum Husserl, Ideen zu einer reinen Phánomenologie und fhánomenologischen Philosophie I.
Gesammelte Schriften 5. Hamburg, Felix Meiner Verlag 1992, s. 10, nmgr (§1).