Hugur - 01.01.2006, Síða 166
164
Jacques Derrida
unnar við sjálfan sig. Þegar það-sem-hlustar-á-sig-tala leitar út fyrir sjálft sig
fer það krókaleið skriftarinnar í samsetningu sjálfs sín sem sögu skynseminn-
ar. Þannig slær pað se'r á frest til að endurheimta sig. Texti Husserls Der Ur-
sprungder Geometrie (Uppruni rúmfræðinnar) fjallar um þá nauðsyn að skyn-
semin tjái sig á þennan hátt og skrásetji sig á sviði hins veraldlega. Þessi ytri
tjáning er ómissandi fyrir samsetningu sannleikans og hugsjónareðlis við-
fanga en hún er einnig ógnun við merkinguna vegna þess að táknið á sér ytra
borð. A stund skriftarinnar getur táknið alltaf „tæmst“, komið sér hjá því að
vakna og sloppið undan „endurvirkjuninni"; það getur haldist lokað og þög-
ult til eilífðarnóns. Eins og hjá Cournot er hér litið á skriftina sem „ögur-
stundina".
Rétt er að benda á að tungutakið sem hér er á ferð er ekki jyrst ogfremst af
meiði yfirvegunar og frumspeki - en þann dóm felldi Husserl, með réttu eða
röngu, yfir tilteknum setningum úr smiðju Hegels sem hafa svipaðan hljóm.
Því að þessi logos sem kallar á sjálfan sig og kallast telos, og býr yfir hæfileika
(óúvaixig) sem stefnir að virkni (évépYEia) eða fullnun (évieXÉXEia), verður
hvorki til i sögunni né gengur í gegnum veruna eins og framandi reynslu-
bundinn þáttur sem frumspekilegur forskilvitleiki hans og veruleiki hins
óendanlega eðlis hans hafa stigið niður í og lagt sig niður við. Logos-inn er
ekkert utan sögunnar og verunnar vegna þess að hann er orðræða, óendanleg
orðræðuiðkun en ekki raunverulegur óendanleiki; og vegna þess að hann er
merking. En þegar fyrirbærafræðin svipti hulunni af óraunveruleika og hug-
sjónareðli merkingarinnar rann upp fyrir henni að þar voru komnar hinar
eiginlegu forsendur hennar sjálfrar. Á hinn bóginn gæti engin saga, í merk-
ingunni „hefð sem hverfist um sjálfa sig“, né heldur vera af nokkru tagi, haft
merkingu án þess logos sem er sú merking sem varpar sér fram og tjáir sjálfa
sig. Þrátt fyrir öll þessi sígildu hugtök er af þessum sökum engan veginn um
það að ræða að fyrirbærafræðin stígi af stal/i og láti ríkiseplið í hendur hefð-
bundinni frumspekilegri yfirvegun heldur ætti sú síðarnefnda þvert á móti,
að sögn Husserls, að fallast á að ætlunarverk hennar sjálfrar sé til staðar í fyr-
irbærafræðinni í fágaðri og ofurslfyrri mynd. Þetta jafngildir því að segja að
með gagnfyni sinni á hefðbundna frumspeki ljúki fyrirbærafræðin djúp-
stæðasta ætlunarverki frumspekinnar. Husserl gengst við þessu sjálfiur eða
gerir öllu heldur tilkall til þess, einkum í Kartesiskum hugleiðingum. Niður-
stöður fyrirbærafræðinnar eru „frumspekilegar að því gefnu að endanleg
þekking á verunni sé réttnefnd frumspeki. Þær eru þó eins fjarri því og hugs-
ast getur að vera frumspekilegar í hefðbundnum skilningi, sé átt við þá frum-
speki sem hefur úrkynjast í rás sögunnar og samræmist engan veginn þeirri
frumspeki sem var upphaflega sett fram sem hin fyrsta heimspeki."26 ,,[F]yr-
irbærafræðin [...] útilokar aðeins einfeldningslega frumspeki [...] en ekki
frumspeki yfirhöfuð [...].“27 Þetta stafar af því að innan almennustu frum-
myndar (eidos) andlegs söguleika er umbreyting heimspekinnar yfir í fyrir-
26 Husserl, Cartesianische Meditationen, s. 166 (§60).
27 Sama rit, s. 182 (§64).