Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 167
Tilurð ogformgerð“ ogjyrirbcerafræðin
165
bærafræði síðasta greiningarstigið (og þá ber að skilja „stig“ í merkingu þýska
orðsins Stufe, þ.e. þrep í formgerð eða skref á leið tilurðarinnar).28 Stigin tvö
sem á undan koma væru þá annars vegar menningarstig fytir tilkomu fræði-
legrar hugsunar, og hins vegar stig hins fræðilega eða heimspekilega ætlun-
arverks (hinn grísk-evrópski þáttur).29
I hvert sinn sem Husserl ræðir um hugsjónina í skilningi Kants gefur hann
til kynna að Telos eða Vorhaben (ætlun) sé til staðar í hinni fyrirbærafræðilegu
vitund, þ.e. óendanleg fræðileg eftirvænting sem jafnframt er óendanlegt
verklegt úrlausnarefni. Umrædd hugsjón birtist fyrirbærafræðinni sem sú
auðsæja staðreynd að það sem er auðsætt og fullnægjandi hér og nú flóir sí-
fellt út yfir sjálft sig. Af þessum sökum þyrfti að kanna nánar hvernig hug-
sjónin í skilningi Kants kemur við sögu á óh'kum stigum í leiðabók Husserls.
Ef til vill kemur þá í ljós að þessi hugsjón er ætlunarverk eða hugsjón fyrir-
bærafræðinnar, það sem gerir hana mögulega um leið og það flóir út yfir kerfi
hinna auðsæju staðreynda hennar eða hinna virku ákvarðana hennar, um leið
ogþað flóir út yfir hana sem uppspretta hennar eða endir.
Ur því að Telos-mn er algerlega opinn, úr því að hann er opnunin sjálf, er
eitt að segja hann máttugustu formgerðarforsendu söguleikans og annað að
skilgreina hann sem kyrrstætt og ákvarðað gildi sem kyndir undir og felur í
sér tilurð verunnar og merkingarinnar. Hann er hinn áþreifanlegi möguleiki,
sjálf fæðing sögunnar og merking verðandinnar almennt. I formgerð sinni er
hann því tilurðin sjálf sem uppruni og verðandi.
Allar þessar vangaveltur hvíla í einu og öllu á upphaflegum greinarmun á
óhkum gerðum tilurðar og formgerðar sem ekki verða lagðar að jöfnu hver
við aðra: veraldleg tilurð og forskilvideg tilurð, reynslubundin formgerð, eðl-
isformleg formgerð og forskilvitleg formgerð. Að spyrja sig eftirfarandi
spurninga um merkingarsögu: „Hvað þýðir og hvað hefiir hið almenna hug-
tak um tilurð ávallt þýtt — hugtakið sem gerði sundurgreiningu og tilbrigði
Husserls möguleg og skiljanleg? Hvað þýðir og hvað hefiir hið almenna hug-
tak um formgerð ávallt þýtt, þrátt fyrir allar tilfærslurnar í sögu þess - hug-
takið sem Husserl beitir og býr að baki þegar hann gerir greinarmun á
reynslubundinni, eðhsformlegri og forskilvitlegri vídd? Og hver eru hin
merkingarsögulegu tengsl milh tilurðar og formgerðar almenntT - að spyrja
á þennan hátt jafngildir því ekki að velta fyrir sér málvísindalegri spurningu
um forsendur. Öllu heldur jafngildir það því að spyrja um þá einingu hins
sögulega jarðvegs sem geri forskilvitlega afturfærslu mögulega og hvetji til
28 Þessar hugmyndir í síðustu verkum Husserls kallast á við heimspeki Aristótelesar þar sem eidos,
logos og telos marka leiðina frá mættinum til verksins. Vissulega eru þessi hugtök, líkt og nafn
Guðs sem Husserl nefnir einnig Entelechie, smituð af forskilvitlegri skírskotun og frumspeki-
legur dugur þeirra dreginn úr þeim með gæsalöppum að hætti fyrirbærafræðinnar. En vitaskuld
verður möguleikinn á slíkum úrdrætti, svo og hreinleiki lians sjálfs, forsendur lians og „hvata-
leysi“, ávallt vafasamur. Raunar var þessi möguleiki Husserl sjálfúm ávallt erfiður ljár í þúíú, rétt
eins og sjálfur möguleikinn á forskilvitlegri afturfærslu. Afturfærslan heldur sig í grennd við
frumspekina.
9 Sbr. Husserl, Krisis, s. 502-503 (Beilage XXVI).