Hugur - 01.01.2006, Page 169
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 167-183
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
Að færa út veginn
Um samrýmanleika heimspeki Derrida
og kínverskrar heimspekiorðræðu
Fljótt á litið virðist heimspeki Jacques Derrida standa svo traustum fótum í
orðræðu vestrænnar heimspeki að hvers kyns tilraunir til að brúa bilið á milli
hennar og þeirrar sérstöku heimspekiorðræðu sem á sér stað í Kína nútím-
ans verði vart teknar alvarlega. En sú langvarandi tilhneiging að skipta heim-
inum í „vestrið og alla hina“ (the west and the rest), einkum hvað heimspek-
ina snertir, er úr sér gengin og missir sjónar á þeirri heimspekilegu samræðu
sem í raun og veru á sér stað milli óh'kra menningarheilda í heiminum.
Nú myndu vafalaust fáir andmæla því að slíkri samræðu beri að taka fagn-
andi. En oft er fögnuðurinn svo mikill að rasað er um ráð fram og svipaðir
þættir í heimspekilegum orðræðum menningarheimanna einfaldlega lagðir
að jöfnu. Það gerir viðleitninni sjálfri óleik, hindrar skilning og elur jafnvel á
misskilningi á þeim menningarheildum sem taka þátt í samræðunni. Nær-
tækara væri að leggja rækt við frjósamari jarðveg - þess sem skilur á milli
menningarheilda. I þessum anda fysir okkur að efna hér til samræðu milli af-
byggingar eða mismunaheimspeki Derrida annars vegar og nokkurra valinna
þátta í kínverskri heimspeki hins vegar. Við erum þeirrar skoðunar að fyrstu
skrefin á vit frjórrar og skapandi sam-ræðu (í stað sjálfhverfrar einræðu) verði
að felast í því að fara í senn í saumana á því sem svipar saman og ber á milli.
Það er einkum tvennt sem vekur áhuga okkar á slíkri rannsókn. I fyrsta lagi
fer fram um þessar mundir mikil umræða um heimspeki og rit Derrida á
meðal kínversks menntafólks. Umræðan á sér reyndar að mestu stað meðal
bókmenntafræðinga en sækir einnig í sig veðrið meðal heimspekinga. Það er
eftirtektarvert að á síðustu árum hafa óvenju margar þýðingar á ritum Derr-
ida litið dagsins ljós í Alþýðulýðveldinu Kína.1 Auk þess kemur þar út að því
1 í bókasafnsskrá Beijing-háskóla má finna rit á borð við Lun -wenzixue [De lagrammalologie), [>vð.
Wang Tangjia (Shanghai: Shanghai yiwen, 1999); Makesi deyouling [Spectres de Marx], þýð. He
Yi (Beijing: Zhongguo renmin daxue chubanshe, 1999); Duoyi de jiyi: wei Baoluo Deman er zuo
[Mémoires: Pour Paul de Man], þýð. Jiang Zihua (Beijing: Zhongying bianyi cliubanshe, 1999);
Shengyinyu xianxiang [La voix et lephénom'ene], þýð. Du Xiaozhen (Beijing: Shangwu yinshugu-