Hugur - 01.01.2006, Síða 171
Að færa út veginn
169
sérstöku orðræðu sem þróaðist í Kína og hefur „fallið til botns“, eins og
heimspekingurinn Li Zehou kemst að orði, og þar með myndað sérstaka
kínverska „menningarlega-sálræna formgerð" (wenhua xinli jiegou).7 Sérhver
tilraun til tæmandi skýringar eða greiningar á viðtökusögu Derrida í Kína
krefst umtalsverðra grunnrannsókna sem okkur er ókleift að takast á hend-
ur að þessu sinni.8
Tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst sá sterki grunur okkar að kínversk-
ur menntaheimur sé opinn fyrir samræðu í ætt við þá sem við höfum lýst hér
að ofan. Hvort sömu sögu sé að segja af hinum væntanlega samræðufélaga
veltur meðal annars á því hvort lesandi þessara orða heldur áfram lestrinum.
Hitt atriðið sem ýtir undir rannsókn okkar er sá skilningur á heimspeki af-
byggingarinnar, sem til dæmis má finna hjá Christopher Norris, að hún sé
tiltekið „lestrarferli eða lestrarathöfn sem ekki má smætta niður í aðferð eða
hugtak“ og markast af tortryggni í garð ríkjandi orðræðu vestrænnar frum-
speki, það er að segja, „tiltekinnar frumspeki, tiltekinnar verufræði um sam-
band máls og veru“.9 I ljósi þessa skilnings er því ekki svo farið, eins og
stundum er haldið fram, að Derrida hafni orðræðu frumspekinnar skilyrðis-
laust heldur leitast hann við að gera gagnrýna úttekt á gildi hennar og for-
sendum. Þannig felast „meginatriðin í útfærslu afbyggingar" í því að sýna
fram á með hvaða hætti hugtök frumspekilegrar orðræðu „fléttast óhjá-
kvæmilega saman og koma á gagnkvæmu samspili verðmæta og forgangs-
atriða sem strangt til tekið er ókleift að ráða fram úr“.10 Þetta má heita til-
gangur þeirrar viðleitni Derrida að afhjúpa ríkjandi orðræðu rökmiðjunnar
og hið fyrirfram hlutdræga kerfi þeirra hugtakatvennda sem hún ákvarðar.
Það er því freistandi að líta svo á að afbygging sem virk athöfn hafi bolmagn
til að taka ríkjandi orðræðu vestrænnar heimspeki í „meðferð" og opna augu
okkar fyrir þeim þáttum hennar sem fram að þessu hafa verið „víkjandi".
Samkvæmt þessum skilningi býr sterkur „uppbyggilegur“ þáttur í afbygging-
unni sem aðgerð. Þessi þáttur virðist nokkuð hhðstæður sígildri þekkingar-
félagsfræðilegri greiningu Peters Berger og Thomas Luckmann á þeirri al-
gengu tilhneigingu okkar að „hlutgera" félagsveruleikann. Við gleymum (eða
blindumst gagnvart) því að félagsveruleikinn hefur vissulega verið „smíðað-
ur“ (og hann má því „endursmíða") og nálgumst hann þess í stað eins og
hann sé einhvers konar steinrunnið eðli eða óbreytanleg „Vera“.n
Afbyggingarheimspeki Derrida stuðlar að því að gera þessa hlutgervingar-
áráttu meðvitaða og það felur um leið í sér endurmat á afstæðum hinna ríkj-
7 Sbr. Li Zehou, „Subjectivity and ‘Subjectality’: A Response", Philosophy East and West 49:2
(1999), s. 175-77.
Annar vandi slíkrar rannsóknar felst í því að koma höndum yftr viðeigandi heimildir. Utgáfu-
markaðurinn í Alþýðulýðveldinu er illræmdur fýrir örar sviptingar þar sem nýútkomin rit
staldra stutt við og hverfa síðan jafnvel fyrir fullt og allt.
Christopher Norris, Derrida (London: Fontana Press, 1987), s. 27 og 53.
10 Sama rit, s. 56.
Sjá Peter L. Berger og Thomas Luckmann, The Social Construction of Reality. A Treatise in the
Socio/ogy of Knowtedge (New York: Doubleday, 1966).