Hugur - 01.01.2006, Page 172
170
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
andi og víkjandi tegunda vestrænnar orðræðu. Nú þarf varla að taka fram að
í Kína eru það ekki sömu orðræðurnar sem hafa tekist á. Rökræn formgerð
ríkjandi og víkjandi þátta er raunar til staðar og vafalaust er unnt að beita af-
byggingu Derrida til að fletta ofan af henni h'ka. Hér ber hins vegar að fara
með gát og gera ekki of mikið úr sameiginlegu eðli þessara formgerða, því
annars er hætta á því að tvenndarkerfi ríkjandi vestrænnar og kínverskrar
orðræðu verði einmitt borðleggjandi dæmi um villandi samsemd sem krefð-
ist afbyggingar. Samanburðarrannsókn á afbyggingarheimspeki Derrida og
vissum þáttum í kínverskri heimspeki kann að leiða í Ijós að einhverjar hlið-
stæður þeirra þátta sem hafa verið ríkjandi í vestrænni orðræðu hafi hneigst
til að fá víkjandi stöðu í kínverskri orðræðu.
Umíjöllun okkar hér takmarkast við tvö viðfangsefni sem okkur virðast
mjög einkennandi fyrir kínverska heimspekiorðræðu og þess vegna vænleg
til að ryðja brautina fyrir áframhaldandi samræðu. Fyrra efnið er listin að
túlka, en við teljum að athugun á hinni sérstöku „kínversku túlkunarfræði"
varpi ljósi á ólíkar tilhneigingar í ríkjandi orðræðum vestrænnar og kín-
verskrar heimspeki. I kjölfarið snúum við okkur að hugtakatvenndinni hug-
lægni/hlutlægni sem óneitanlega hefur verið afar áberandi í vestrænni heim-
spekiorðræðu. Við sýnum að kínversk orðræða nálgast veruleikann á allt
annan hátt, til dæmis með umfjöllun um það sem nefnt hefur verið „sam-
sköpun“. I lokahluta ritgerðarinnar vörpum við svo fram hugmyndum okk-
ar um þær aðstæður í Alþýðulýðveldinu Kína sem valdið hafa hvað mestu um
vaxandi áhuga á afbyggingar- og mismunaheimspeki. Þar sem umfjöllun
þessari er öðru fremur ætlað að opna gáttir samræðunnar verður einungis
leitast við að draga grófar útlínur.
Kínversk túlkunarfrœdi
Það sem við kjósum að kalla „kínverska túlkunarfræði" er ekki einhvers kon-
ar aðferðafrœði sem var sérstaklega hönnuð í því skyni að leggja línurnar fyr-
ir skipulega túlkun, heldur aðferð, ríkjandi aðferð við túlkun í kínverskri
menningarhefð. Þó er enn nær lagi (þótt merkimiðinn verði þá að vísu held-
ur óræðari) að ræða um tilhneigingu til að nálgast veruleikann með ákveðn-
um hætti. En áður en við tökum kínverska túlkunarfræði til nánari athugun-
ar skulum við víkja stuttlega að vestrænni túlkunarfræði.
Þótt forkólfur heimspekilegrar túlkunarfræði, Friedrich Schleiermacher,
hafi á margan hátt verið frumlegur hugsuður hélt hann sér vel innan hefð-
bundins ramma vestrænnar hugsunar. Markmið túlkunarfræðinnar, sagði
Schleiermacher, er „að koma í veg fyrir misskilning".12 Það „að koma í veg
fyrir misskilning“ jafngildir hjá honum því að leiða í ljós hina einu sönnu
12 Friedrich D.E. Schleiermacher, Hermeneutik, 2. útgáfa (Heidelberg: Carl Winter Universitats-
verlag, 1974), §15, s. 83.