Hugur - 01.01.2006, Page 180

Hugur - 01.01.2006, Page 180
i78 Geir Sigurðsson og Ralph Weber horf leiða ekki til einþykkrar einhyggju sem úthýsir fjölhyggju, margbreyti- leika og sérkennum - eins og vestræn heimspekiorðræða hefur oft hneigst til. Sam-sköpun tekur þvert á móti einstaklinga og einstök fyrirbæri mjög al- varlega. Slíkir einstaklingar eru þó ávallt í stöðugri rás breytinga og falla í þeim skilningi saman við aðra einstaklinga. Eins og bent var á hér að ofan láta þeir ekki þröngva sér ofan í Prókrústesarsæng skýrra skilgreininga eins og staðhæfingar sem varða altækan sannleika og hlutlægni. Þeir komast ekki hjá því að vera sam-skaparar og þar með komum við að síðara sjónarhorn- inu. Tu Wei-ming hefur lýst sam-sköpun sem ferli þar sem einstaklingar taka þátt í linnulausri „umsköpun heimsins" og blandast jafnvel saman við hana.39 Forskeytinu „sam-“ (e. co-) er þar með ætlað að leggja áherslu á að hvers kyns „verufræðileg gjá á milli Skapara og sköpunarverks“ sé með öllu óhugsandi.40 Hall og Ames, sem öðrum fremur hafa leitast við að finna viðeigandi orða- lag á ensku um hugðarefni kínverskrar heimspeki, leita fanga í fagurfræði til að varpa ljósi á hugmyndina um sam-sköpun. Þeir halda því fram að „regla“ eða „skipulag" í kínverskri menningu lúti fagurfræðilegum fremur en rök- fræðilegum viðmiðum og leggja í ljósi þess til nýyrðið ars contextualis eða „samhengislistin". I „samhengislist" þessari er fólgið líkan af veröldinni þar sem hinum einstöku þáttum er lýst með orðunum „þetta hérna“ og „þetta þarna“ fremur en orðunum „eitt“ (hið almenna) og „margt“ (hið einstaka). Þetta líkan telja Hall og Ames í ágætu samræmi við kínverska orðræðuhefð þar sem „frumspekilega er ekki gert ráð fyrir því að hið Eina búi að baki hinu marga eða Veran að baki verunum". Þess í stað verður regla til með samhæf- ingu einstakra þátta veruleikans án þess að um stigskipun þeirra sé að ræða. Tiltekinn fjöldi „þessara hérna“ og „þessara þarna“ koma saman og eru í senn áherslur og þau svið sem áherslurnar draga fram.41 Hér er hugtakaparinu „áhersla" og „svið“ (focus-field) ætlað að skýra nánar sérkenni þessarar reglu. I hinu sívirka veraldarferli eru margvíslegar reglur sífellt að myndast og eyð- ast. Sérhver regla myndast út frá samræmi hlutanna eins og það er á hverj- um tíma og innan hennar markar sérhver hlutur áherslu á tiltekið svið regl- unnar út frá tengslum sínum við aðra hluti í ljósi sérkenna sinna. Hall og Ames líkja þessu við gildi sérhvers tóns í tónverki á borð við symfóníu: „Gildi hvers tóns verður einungis metið með því að skilja stöðu hans í heild tónlist- arverksins og flutningi þess. Þannig felur sérhver tónn í sér tónverkið í heild. Með þessum hætti býr tónninn yfir einkennum heilmyndar (hologram) þar sem hann leggur áherslu á svið viðeigandi tengsla frá tilteknum sjónar- hóli.“42 Líkingin við heilmyndina, þrívíddarmynd sem leggur áherslu á til- tekið svæði myndarinnar háð því hvernig horft er á hana, er sérlega heppileg til að varpa ljósi á tengsl sjónarhornanna tveggja sem áður voru nefnd, veg- 39 Tu Wei-ming, Centrality and Commonality, s. 78 og 106. 40 Tu Wei-ming, Confucian Thought, s. 158. 41 Hall and Ames, Anticipating China, s. 275. 42 Sama rit, s. 236.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.