Hugur - 01.01.2006, Page 182
i8o
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
mælikvarði og drottnari alls sem er (allem Seiendem).47 Á miðöldum, þar sem
maðurinn skynjaði sjálfan sig öðru fremur sem hluta - raunar afar þýðingar-
mikinn hluta - af heild sköpunarverksins, hefði það að öllum líkindum ver-
ið óhugsandi að hann skynjaði sig sem virka hugveru sem gæti slegið eign-
arhaldi á heiminn sem óvirka hlutveru. Og vissulega er slík tvíhyggja
hugveru og hlutveru einnig ósamrýmanleg skynjun á heiminum sem lýtur
hugmyndinni um sam-sköpun.
Það sem útilokar slíka tvíhyggju hug- og hlutveru er að sam-skaparinn og
hið stöðugt breytilega samhengi hans, sem hann tekur jafnframt þátt í að
skapa, bæta hvort annað upp, móta hvort annað og eru nauðsynlegir þættir
hvors annars. Innan kínverskrar heimspekiorðræðu hefur framsetning heim-
spekingsins Tang Junyi á óaðgreinanleika þáttanna tveggja orðið að nokkurs
konar viðmiði. I greiningu sinni á nokkrum sérkennum kínverskrar heim-
speki nefnir hann einnig óaðgreinanleika hins eina og hins marga (yi duo bu
fen guan).4S Þessi óaðgreinanleiki hefur birst í fjölmörgum kínverskum
heimspekisetningum í gegnum tíðina sem halda fram einingu tveggja hug-
taka sem virðast andstæð, til dæmis „eining himins og manneskju“ (tian ren
heyi), „eining hins innra og hins ytra“ (nei wai heyi) og „eining þekkingar og
athafnar" (zhi xing heyi). Sú hugsun sem hér er á ferðinni og kann að virðast
þverstæðukennd er langt frá því að heyra fortíðinni til í Kína. Samtímaheim-
spekingurinn Zhang Dainian hefur til dæmis skýrt orðalagið heyi sem „sam-
þættingu í eitt“49 en einnig lagt ríka áherslu á að „heyi útiloki alls ekki mis-
mun (heyi bing bu fou ren qubie)“.50 I þessum skilningi er sam-skaparinn eitt
með veginum (eða heiminum) en samt frábrugðinn honum. Þar með eru
dregin fram gagnvirk öfl andstæðra eiginleika en jafnframt lögð áhersla á
óaðgreinanleika þeirra í samvirkni heildarinnar.
Víkjum nú sem snöggvast aftur að fullyrðingu Konfusíusar og þá með til-
liti til hugmyndarinnar um sam-sköpun. „Það er manneskjan sem færir út
veginn, ekki vegurinn sem færir út manneskjuna." Hér er Konfusíus ekki að
varpa fram tvíhyggjuhugmynd um hugveru og hlutveru heldur að leggja
áherslu á möguleika mannsins á að móta samhengi sitt með virkum hætti.
Konfusíus hfði á tímum sem einkenndust af látlausum stríðum og öllum
þeim hörmungum sem þeim fylgja. Gera má ráð fyrir að á slíku tímaskeiði
hafi litið út fyrir að fólk væri nánast að öllu leyti mótað af samhengi sínu.
Þannig er fullyrðing Konfusíusar hvatning til mannsins um að láta til sín
taka og breyta því sem breyta þarf - hvatning sem vissulega er enn í fullu
gildi.
47 Sama rit, s. 94.
48 Tang Junyi, „Zhongguo zhexue zhong ziran yuzhouguan zhi tezhi [Sérkenni náttúrulegrar
heimsfræði í kínverskri heimspeki]", Zhongxi zhexue sixiang zhi hijiao lunwenji (Taibei: Xues-
heng shuju, 1988), s. 16. Stutt yfirlit yfir þessa grein er að finna hjá Geir Sigurðssyni, „Á með-
al hinna tíu þúsund hluta“.
49 Zhang Dainian, Key Concepts in Chinese Philosophy, þýð. Edmund Ryden (Beijing: Foreign
Languages Press/New Haven: Yale University Press, 2002), s. 269-270.
50 Zhang Dainian, Yuzhou yu renxing [Alheimurinn og mannlegt líf (Shanghai: Shanghai wenyi
chubanshe, 1999), s. 77.