Hugur - 01.01.2006, Page 187

Hugur - 01.01.2006, Page 187
Snil/d einlægninnar 185 Höfiindur bókarinnar Uppruni tegundanna var sérlega vel í stakk búinn til þess verkefnis sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var kornungur og ómót- aður - rúmlega tvítugur - þegar hann lagði upp í fimm ára vísindaleiðangur (1830-1835) með rannsóknaskipinu Beagle kringum hnöttinn. I þessari frægu ferð gáfust honum kjörskilyrði til athugana á lífríki jarðar og tengslum þess við jarðfræðilegar og landfræðilegar aðstæður á hverjum stað. Hann hafði góða sjón og reyndist afburðaglöggur athugandi. Hann gat sér þegar gott orð sem náttúrufræðingur með athugunum sínum og sendi heim úr ferðinni fjöl- mörg sýni sem vöktu athygli. En hann var ekki aðeins athugandi heldur átti hann líka eftir að reynast býsna snjallur í því að tengja athuganir sínar og ann- arra saman í eina heild og draga þannig óvæntar og djúpstæðar ályktanir. Eftir að Darwin kom heim úr ferðinni miklu hófst hann þegar handa við að vinna enn frekar úr athugunum sínum og afla meiri gagna hvaðanæva úr heiminum með samskiptum við fræðimenn. Smám saman komst hann að því hvaða aðstæður mundu henta honum best til starfa og sem betur fer gat hann auðveldlega komið sér þannig fyrir. Hann var af efnafólki kominn og festi sér og fjölskyldunni hús og jarðnæði í hæfilegri fjarlægð frá ólofti og ys Lundúnaborgar þar sem heitir Downe í norðvesturenda Kent-skíris. Þarna hafði hann gott næði og aðstöðu til rannsókna og lifði reglubundnu lífi sem hentaði vel bágborinni heilsu hans. Fjölskyldulífið og vísindastörfin tvinnuð- ust saman í órofa heild þar sem eitt studdi annað. Jafnframt eignaðist hann nokkra góða vini í hópi virtustu náttúrufræðinga Bretlands og umgekkst þá sér til andlegrar næringar en hélt sig að öðru leyti utan við vísindasamfélag- ið í daglegu kfi. Allt þetta stuðlaði að miklum og óvenjulegum afköstum og þar kom að Darwin birti samfélaginu skilmerkilega nýstárlegar og byltingarkenndar niðurstöður sínar og hugmyndir um þróun tegundanna. Þá kom sér k'ka vel að eiga vini sem slógu skjaldborg um hann og tóku að sér að verja og rök- styðja kenningar hans í opinberri umræðu þar sem hann hefði sjálfur verið veikur á svellinu, auk þess sem slíkur barningur hefði dregið stórlega úr afköstum hans í vísindastörfum. Skemmst er frá því að segja að bókin um Upprunann er galdri líkust. Sá galdur felst í nokkrum atriðum á borð við ótrúlega yfirsýn og yfirburða þekk- ingu höfundar á viðfangsefni sínu sem er hvorki meira né minna en gjörvallt kfríki jarðar. Einlægni hans og heiðarleiki er kka afar áhrifarík því að hann tíundar ekki aðeins rökin með kenningu sinni heldur ræðir hann ekki síður rökin á móti henni af fullri einurð. Þannig slær hann að nokkru leyti vopn- in úr höndunum á andstæðingunum fyrirfram. Þá er framsetningin afar skýr og umbúðalaus og víðs fjarri öllum hátimbruðum lærdómshroka eða upp- skafningshætti. Kaflaskipting er skýr og skilmerkileg og oftast eru röksemdir hvers kafla dregnar saman í lok hans, lesandanum til upprifjunar og glöggv- unar. Darwin lét sjálfur þau orð falla að bókin væri ein löng röksemdafærsla og svo sannarlega er sú rökfærsla sannfærandi og umhugsunarverð fyrir les- andann, hvort sem hann er lærður eða leikur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.