Hugur - 01.01.2006, Side 189

Hugur - 01.01.2006, Side 189
Snilld einlœgninnar 187 sögu í þróuninni samkvæmt Darwin; þær flytjast ekki til næstu kynslóðar með líffræðilegum erfðum og ganga til baka þegar umhverfisáhrifunum lýkur. Þróun samkvæmt kenningunni hlýtur því að hafa tekið langan tíma í jarðsögunni. Darwin víkur að þessu á þó nokkrum stöðum í bókinni um Upprunann og telur þá greinilega að tíminn til þróunar sé feikinógur sam- kvæmt vitnisburði jarðsögunnar. Eðhsfræðingar á þessum tíma töldu sig hins vegar geta reiknað út aldur jarðar og sólar með hjálp þeirrar undirgreinar eðlisfræðinnar sem nefnist varmafræði og hafði einmitt slitið barnsskónum um þessar mundir. Menn hugsuðu sér að jörð og sól hefðu í upphafi verið venjulegir, heitir hlutir sem kólnuðu síðan með tímanum vegna orkulosunar með venjulegri varmageisl- un, svipað og heitur kolaofn kólnar þegar kolin eru brunnin. Þetta líkan þeirra var í samræmi við þekkingu þessara tíma og leiddi til þeirrar ályktun- ar að aðeins væru liðnar 30-100 milljónir ára frá því að jörðin hefði kólnað nógu mikið til að h'f gæti þrifist hér. Þessi tími var margfalt minni en Darw- in „þurfti" til að lífið hefði getað orðið til með þróun í öllum þeim myndum sem það sýnir nú á dögum. Darwin var í rauninni varnarlaus gagnvart þess- ari gagnrýni sem kom frá sjálfri „drottningu raunvísindanna", þeirri grein þeirra sem virtist hafa náð mestum þroska og nákvæmni í forsögnum sínum. Það var því ekki að ástæðulausu sem hann sagði um þetta fleyg orð: „Ég tek sólina mjög nærri mér.“ Darwin breytti bókinni um Upprunann talsvert í síðari útgáfum. I sh'kum tilvikum er það yfirleitt síðasta útgáfan sem er notuð eftir daga höfundar. Svo er þó ekki hér, heldur er það yfirleitt önnur útgáfan sem nú er að finna í bókabúðum og það er líka hún sem hefur verið valin til þýðingar á ís- lensku. Mestu breytingarnar gerði Darwin á sjöttu útgáfunni sem varð sú sfðasta sem hann stóð sjálfur að og kom út árið 1872. Með þessum breyt- ingum reyndi hann að mæta þeirri gagnrýni sem bókin hafði orðið fyrir og tókst það að talsverðu leyti að undanskildu því sem síðast var nefnt, um ald- ur jarðarinnar. Sá hnútur leystist ekki fyrr en menn uppgötvuðu geislavirkn- ina í lok nítjándu aldar. Þá komust menn að því að jörð og sól eru ekki venjulegir kólnandi hlutir heldur sækja í sífellu geislunarorku til kjarnorku í efninu í iðrum sínum og kólna því miklu hægar en Kelvin lávarður hafði gert ráð fyrir. Nú á dögum er tahð að líf hafi verið á jörðinni í 3,5 milljarða ára eða svo, og það er feikinógur tími til þess að lífið hafi getað þróast eins og raun ber vitni. Ein kaldhæðnin í þessari sögu er annars sú að breytingarnar sem Darwin gerði á bókinni í síðari útgáfum eru yfirleitt ekki til bóta frá sjónarmiði nútímaþekkingar. Þannig var hann í rauninni of undanlátssamur gagnvart gagnrýninni. Jafnframt er eins og hyggjuvitið sem hann studdist við í fyrstu útgáfunni hafi átt meira sameiginlegt með þekkingu síðari tíma heldur en þær hugmyndir sem hann treysti sér til að rökstyðja og verja fyrir þeirri gagnrýni sem vísindamenn á síðari hluta 19. aldar töldu bitastæðasta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.