Hugur - 01.01.2006, Page 194
192
Þorsteinn Vilhjálmsson
Þegar tréð vex greinast sprotarnir í allar áttir og leitast við að vaxa
yfir og kæfa nærliggjandi sprota og greinar, á sama hátt og tegundir
og tegundahópar hafa leitast við að yfirbuga aðrar tegundir í hinni
miklu baráttu fyrir h'finu3 (215—216).
Lögmál og vandkvœdi
Fimmti kafli fjallar um lögmál breytileikans. Þar ræðir Darwin meðal ann-
ars um áhrif ytri skilyrða á h'fverur, hvers kyns aðlögun, áhrif notkunar og
vannýtingar á líffæri og einkenni, rýrnuð líffæri og svo framvegis. Hann hef-
ur eftir hinum þekkta breska líffræðingi Owen
að varla sé til meiri náttúruleg þversögn en fugl sem ekki getur flog-
ið; eigi að síður eru til allmargar fuglategundir sem þannig er ástatt
um (222).
Hér er það greinilega enn og aftur sköpunarhyggjan sem er skotspónn
Darwins: Það er að minnsta kosti langsótt að hugsa sér að slíkir fiiglar hafi
verið skapaðir!
I sama anda ræðir Darwin um dýr sem lifa í hehum en samkvæmt einfaldri
sköpunarhyggju mætti ætla að þau væru svipuð hvar sem hellarnir eru. Svo
er hins vegar alls ekki heldur eru þessi dýr gerólík innbyrðis en svipar hins
vegar til dýranna fyrir utan hellana á sama svæði (226-228). Svipað á raun-
ar við um lífríkið í heild á smáeyjum í hitabeltinu sem eru eitt af frægustu
dæmum Darwins: Lífríkið á eyjum við svipuð skilyrði úti fyrir Ameríku (til
dæmis Galapagos) og Afríku (Grænhöfðaeyjar) er þannig gerólíkt en því
svipar í báðum tilvikum til meginlandsins sem er skammt undan.
Eitt af því sem gaman er að sjá í þessum kafla eru ýmis atriði sem Darwin
tekur eftir og ræðir en líffræðingar gátu síðan ekki skýrt fyrr en með erfða-
fræði Mendels eða jafnvel enn síðar. Hann rekur til að mynda sannfærandi
og skemmtileg dæmi um tengdar erfðir mismunandi eiginleika, um kyn-
bundnar erfðir og um duldar erfðir sem koma ekki fram í stofninum fyrr en
eftir nokkrar kynslóðir. Þannig er bók Darwins ekki aðeins samfelld rök-
semdafærsla um þróun heldur einnig auðug náma fiirðulegra og merkilegra
atriða í lífríki jarðar.
I sjötta kafla ræðir Darwin sérstaklega vandkvæði á kenningu sinni. Eins
og áður er sagt hefiir sú aðferð hans reynst afar skilvirk þegar upp er staðið.
Hann fjallar þarna um hvers kyns millistig í þróuninni, um frábrugðna lífs-
hætti náskyldra tegunda, mjög fullkomin líffæri og fleira og fleira. Þá bend-
ir hann á það sem áður var nefnt, að breytingar í náttúrunni verða ekki í stór-
3 I þýðingunni: „í hinum mikla hildarleik lífsins" en í frumtexta segir „in the great battle for life“
(Darwin, 1996,106).