Hugur - 01.01.2006, Page 195
Snilld einlægninnar
193
um stökkum (natura nonfacit saltum, 295). Raunar er ekki að furða að Darw-
in skuli hafa haft dálæti á þeim málshætti því að í honum felst kjarninn í
andmælum hans gegn sköpunarhyggjunni. En barnsleg einlægni Darwins og
heiðarleiki er trúlega ómótstæðileg mörgum lesendum, til dæmis þegar hann
byrjar kaflann á þessum orðum:
Löngu áður en lesandinn er hingað kominn í lestrinum hafa marg-
vísleg vandkvæði leitað á hugann. Sum þessara vandkvæða eru svo
erfið úrlausnar að enn í dag fallast mér hendur er ég leiði að þeim
hugann; þó sýnist mér að flest þeirra séu aðeins tálsýn og ég hygg að
hin raunverulegu vandkvæði kollvarpi ekki kenningu minni (266).
Það sem varð Darwin einna erfiðastur ljár í þúfu var ófullkomleiki þeirra
gagna sem þekkt voru úr jarðlögum um lífverur og lífríki fyrri tíma í jarð-
sögunni. Þetta hefur auðvitað breyst til hins betra síðan á hans dögum en
þó er ekki því að leyna að vitnisburður jarðlaganna er götóttur, og kemur
þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi varðveitast leifar af lífverum aðeins í set-
lögum sem myndast við sérstök skilyrði og í öðru lagi veðrast slík jarðlög
oft í burtu aftur. Vitnisburður jarðlaganna verður þess vegna líkastur því að
við tökum stóra en þó langt frá því fullkomna bók um mannkynssögu, ríf-
um úr henni heilar eða hálfar síður á stangli og höldum þeim eftir (sjá
nánar á bls. 130). Það gefur auga leið að slík slitur gefa býsna götótta mynd
af sögunni og það getur þá komið sér vel að hafa einnig aðgang að öðrum
heimildum til samanburðar.
I þessum kafla bókarinnar kemur víða fram hjá Darwin að því fer fjarri að
þróunin hafi leitt til fullkomnunar hjá tegundum lífríkisins nú á dögum.
Þannig bera ýmsar lífverur til dæmis skýr merki um forsögu sína í þróuninni
án þess að slík atriði geri dýrin neitt hæfari í því umhverfi sem þau lifa í
núna. Sem dæmi um þetta má nefna fugla sem eru með sundfit þó að þeir
lifi nú eingöngu á þurru landi, ófleyga fugla sem eru enn með ófullkomna
vængi, brodd býflugna og ýmissa vesputegunda sem veldur því að flugan
festist við fórnardýr sitt eftir stunguna, en broddurinn var upphaflega þróað-
ur í öðrum tilgangi, og svo framvegis. Darwin kemst meðal annars svo að
orði um þessi mál:
Hvarvetna í náttúrunni er fjöldi allskyns lífvera sem eiga í harðri
lífsbaráttu og náttúrulegt val leitast við að gera hverja þeirra jafnvíga,
eða örlítið hæfari en keppinautana. Og það er sú fullkomnun sem
verður til í náttúrunni. Til dæmis eru hinar upprunalegu tegundir á
Nýja-Sjálandi nánast jafnvígar [hver annarri], en þó hafa þær á síð-
ustu árum orðið að láta í minni pokann fyrir herskara innfluttra teg-
unda frá Evrópu. Náttúrulegt val framkallar ekki algilda fullkomn-
un, og eftir því sem best er vitað eru engar náttúrulegar tegundir
alfullkomnar (305).