Hugur - 01.01.2006, Page 196

Hugur - 01.01.2006, Page 196
194 Þorsteinn Vilhjálmsson Jafnvel augað er að mati Darwins og sérfræðinga hans ekki alfullkomið vegna myndbjögunar sem verður í linsukerfi þess. Darwin viðurkennir í lok kaflans að mörg vandkvæði sem mæla gegn kenningunni séu afar erfið úrlausnar, en bendir jafnframt á að kenningin skýri alls konar fyrirbæri sem annars væru gersamlega óskiljanleg ef menn vildu styðjast við kenninguna um óháða sköpun. I sjöunda kafla verksins ræðir Darwin um eðlishvatir. Nú á dögum líta líf- fræðingar svo á að eðlishvatir gangi í arf og þróist alveg eins og líkamleg ein- kenni lífvera en mynd Darwins af þessu er ekki alveg svo skýr. Þess vegna finnst honum h'ka að hann þurfi að helga þessum málum sérstakan kafla. Og víst er þar margt skarplega athugað eins og víðar í þessari merkilegu bók. Darwin verður í þessum kafla sérstaklega tíðrætt um svokölluð félags- skordýr, svo sem býflugur, maura og termíta. Atferli þessara dýra hefur löng- um verið mönnum ráðgáta sem leystist ekki fyrr en á 20. öld. Lausnin felst í meginatriðum í því að einstaklingarnir sem okkur sýnast vera í búum þess- ara dýra eru í raun ekki fullgildir einstaklingar sem taka þátt í náttúruvali og breytileika eins og venjuleg dýr. Þetta stafar af því að þessi „dýr“ eru ekki full- gildur hluti af erfðakerfinu; þau eru ófrjó og hlutverk þeirra í búinu er oft einna h'kast útlimum á venjulegum dýrum. En þetta vissi Darwin ekki og því skortir talsvert á að hann skilji hegðun félagsskordýranna til hlítar. Hann gleymir sér jafnvel og fer að tala um „furðulega og ógeðfellda eðlishvöt sem rekur dýr til að halda þræla“, en svo mannmiðuð ummæli mundi enginn hf- fræðingur láta frá sér fara nú á dögum. Hins vegar gerir hann sér allgóða grein fyrir sérstöðu geldra dýra gagnvart erfðum og náttúruvali; það sé til að mynda alger fásinna að áunnir eiginleikar þeirra gangi í arfl I áttunda kafla fjallar Darwin um kynblöndun á grundvelli ýmiss konar reynslu sem menn höfðu þá aflað. Eitt meginvandamálið í kynblöndun er ófrjósemi afkvæma sem stafar meðal annars af því að æxlunarfæri verða oft óstarfhæf. Darwin gerir skilmerkilega grein fyrir því hvernig þetta birtist í raun en getur lítið sagt um orsakir enda hefði hann þurft erfðafræði til þess. I lok kaflans minnir höfimdur okkur á að ræktuð afbrigði hafa orðið til við val manna á lífverum til undaneldis og þá er öðru fremur farið eftir alls konar sýnilegum einkennum líkama og skapferlis, þannig að þá er engin furða þótt æxlunarfæri og æxlunarhegðun haldist óbreytt, enda beinist vahð ekki að þeim (sjá nánar á bls. 122). Reynsla manna í aldanna rás sýnir glöggt að sjaldgæft er að ólíkar villtar lífverur, til dæmis af mismunandi tegundum, geti átt frjó afkvæmi. Til þess liggja ýmsar ástæður sem Darwin ræðir nokkru nánar; til að mynda getur verið að egg frjóvgist ekki eða að fósturlát verði snemma á meðgöngu. Auk þess þekkjum við nokkur dæmi þess að afkvæmin verði ekki frjó, eins og til dæmis múlasnar og múldýr. Hér er raunar líka vert að staldra við og hugleiða að tegundir taminna dýra og nytjaplantna skuli vera svo sárafáar í samanburði við gífurlegan tegunda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.