Hugur - 01.01.2006, Page 198
196
Þorsteinn Vilhjálmsson
Þótt jarðfræðirannsóknir hafi leitt í ljós tegundir af fjölda útdauðra
og núlifandi ættkvísla, auk fáeinna steingervinga sem að hluta til
brúa bilið milli mjög óh'kra lífsforma, þá hefur hingað til ekki tekist
að neinu gagni að tengja saman mismunandi tegundir með fjölda
steingerðra millistiga. Sennilega eru þetta þyngstu og augljósustu
andmælin sem beinast gegn kenningu minni (429).
En hann tekur þó gleði sína á ný gagnvart þessu og lýkur kaflanum með
eftirminnilegri samlíkingu:
Ég er sammála Lyell um að jarðsögunni megi einna helst hkja við
brotakennda mannkynssögu, sem hefur verið illa haldið til haga og
rituð á síbreytilegu tungumáli; auk þess hafa öll bindin glatast, fyrir
utan eitt sem eingöngu fjallar um sögu tveggja eða þriggja landa. Af
þessu eina bindi hafa einungis varðveist shtur úr nokkrum köflum;
og á hverri þessara fáeinu blaðsíðna sem þó eru til, eru einungis
nokkrar línur læsilegar hér og þar. Þar að auki hefur merking orð-
anna í málinu sem sagan er sögð á tekið hægum en miklum breyt-
ingum og því er málið afar ólíkt í hinum ýmsu bókarköflum sögunn-
ar. Af þessum sökum er engu líkara en að orðin sem birtast á hverri
bókarsíðu hafi skyndilega orðið til og í htlu samhengi við orðfærið á
öðrum síðum sögunnar. Þessu má líkja við skyndilega tilurð ger-
ólíkra lífsforma, sem birtast steingerð í jarðlagastöflum sem mynd-
uðust af og til, eftir gríðarlöng hlé. Ef þessi skilningur er réttur, þá
skýrir það að mestu eða öllu leyti allflest þau vandkvæði sem áður var
fjallað um (443-444).
Tíundi kafli bókarinnar fjallar um jarðsögulega framvindu hfsins. Darwin
bendir þar á að nýjar og sífellt yngri tegundir koma fram hægt og sígandi í
jarðsögunni en breytast misjafnlega hratt. Utdauðar tegundir eru skyldar
hver annarri og einnig tegundum sem enn eru við lýði. Lífverur breytast oft
samtímis alls staðar í heiminum.
Miðað við þekkingu okkar daga geldur Darwin þess sérstaklega í þessum
köflum að hann hefur ekki hugmynd um landrekið sem færðar voru sönnur
á í jarðfræðirannsóknum 20. aldar, og tók sú barátta raunar mestaha öldina.
Sitthvað af því sem hann brýtur heilann um í þessum köflum má skýra með
því að landsvæði jarðar hafa verið á sífehdri hreyfingu um hnöttinn í jarð-
sögunni. Þannig hafa mörg þeirra ýmist verið í kulda heimskautasvæðanna
eða við miðbaug. Á tímabili, fyrir um það bil 300 milljón árum, mynduðu
þau eina heild, Pangæu eða Alland, en það skýrir til dæmis að Ufverur á landi
f mismunandi heimsálfum eiga þrátt fyrir allt furðu margt sameiginlegt. Al-
land fór að skiptast í núverandi meginlönd fyrir 2-300 milljón árum og þá
aðskildust landbundin Ufríki heimsálfanna smám saman. Jafnframt er nú vit-
að að miklar hamfarir áttu sér stað við upphaf miðh'fsaldar fyrir um það bil