Hugur - 01.01.2006, Page 199

Hugur - 01.01.2006, Page 199
Snilld einlægninnar 197 250 milljón árum og aftur við lok hennar fyrir 65 milljón árum þegar risa- eðlurnar dóu út. I þessum hamförum tók lífríki jarðar róttækum breytingum. Til dæmis hurfu um 96% af tegundum sjávarlífs á jörðinni í fyrra tilvikinu. Það gefur auga leið að ný þekking 20. aldar á landreki rennir enn frekari stoðum undir þróunarkenningu Darwins og myndin af þróun lífsins í jarð- sögunni er miklu skýrari og raunhæfari nú en hún var á hans dögum. Það hefði vissulega verið fróðlegt fyrir íslenska lesendur að fá þetta útlistað í tengslum við bókina um Upprunann en það verður sjálfsagt að bíða betri tíma. En þrátt fyrir takmarkaða þekkingu á jarðsögunni er Darwin engan veg- inn úrræðalaus og hefur sitthvað skemmtilegt og fróðlegt fram að færa. Þeg- ar hann ræðir um landfræðilega útbreiðslu h'fvera í 11. kafla tekur hann til að mynda eftir því að tegundir dýra og plantna eru oft hinar sömu á mismun- andi fjallasvæðum. Af þessu dregur hann þá ályktun að miklu kaldara hafi verið á einhverju tímabili jarðsögunnar og þá hafi útbreiðslusvæði þessara tegunda myndað samfellda heild. Síðan hafi hlýnað í veðri og þá hafi teg- undirnar leitað upp í fjöllin (509—522). í 12. kafla heldur Darwin áfram að ræða landfræðilega útbreiðslu lífvera og snýr sér þá meðal annars að úthafseyjum eins og Nýja-Sjálandi, Galap- agos-eyjum, Bermúda-eyjum, Madeiru og svo framvegis. Er sú umræða öll að sjálfsögðu afar fróðleg fyrir okkur Islendinga. Meðal annars bendir hann á að engin froskdýr (froska, körtur eða salamöndrur) hafi verið að finna á fjölmörgum úthafseyjum jarðar áður en áhrifa mannsins fór að gæta. Þetta telur hann trúlega stafa af því að froskdýr eða hrogn þeirra þola aðeins stutta vist í saltvatni og geta því ekki borist langar leiðir yfir opið úthaf. Hins veg- ar virðast eyjarnar henta þessum dýrum einstaklega vel samkvæmt reynslu manna af því að flytja þau til eyjanna. Darwin lýkur umræðu sinni um þetta með einfaldri ályktun: Kenningin um sköpun skýrir ekki á fullnægjandi hátt að froskdýr hafi ekki einnig verið sköpuð á úthafseyjum (542-543). Svipað gildir um spendýr. Darwin athugaði heimildir um fyrstu könnunar- leiðangra til ýmissa úthafseyja og komst að þeirri niðurstöðu að engin óyggj- andi dæmi væru um villt landspendýr á eyjum sem eru iengra en 300 mílur frá meginlandi eða stórri meginlandseyju. Eina undantekningin sem honum var kunnugt um eru refir á Falklandseyjum sem hann telur hugsanlega hafa borist þangað með ís, og þar hefði hann getað bætt við refnum á íslandi sem hefur einmitt líka borist hingað með ís. Vert er að taka eftir því að fjarvist spendýra á úthafseyjum skapar fuglum sérstaka möguleika eins og við Islendingar þekkjum. Þetta sést afar glöggt til dæmis á Nýja-Sjálandi þar sem sumar fuglategundir hafa hreinlega snúið þróuninni við og orðið ófleygar eins og geirfuglinn hjá okkur, enda kemur slíkt ekki að sök þegar rándýr á landi eru ekki til staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.