Hugur - 01.01.2006, Side 201
Snilld emlagninnar 199
en fegurstu blómin eða næringarríkustu ávextina í garðinum; hann þarf líka
að huga að jarðvegi og ýmsu öðru sem snýr að því að garðurinn þrífist og
dafni sem heild. Þau verk sem þá þarf til eru oft ekki síður vandasöm og
mikilvæg en hin sem blasa frekar við augum.
I garði fræðanna þarf meðal annars að vinna að skipulegri útgáfii á fræði-
ritum, þýðingum og annarri framreiðslu á efni vísinda og fræða handa öðr-
um fræðimönnum og fróðleiksfusum almenningi, þar á meðal fræðingum
framtíðarinnar meðal ungu kynslóðarinnar. En ef við viljum efla slíkt starf og
lyfta því í vitund manna er meðal annars nauðsynlegt að við gefum því gaum,
ræðum um það og segjum á því kost og löst rétt eins og öðru því sem miklu
skiptir í fræðaheiminum. Það sem eftir er af þessari grein er skrifað með
þetta í huga meðal annars.
Arið 1970 komu út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi fimm litlar bækur
sem létu svo sem ekki mikið yfir sér en vöktu þó talsverða athygli meðal
áhugamanna um bækur og bókleg fræði. Bæði var að höfundarnir voru allir
þekktir og hér var greinilega unnið af metnaði. Bækurnar voru Afstæðiskenn-
ingin eftir Albert Einstein, Um sálgreiningu eftir Sigmund Freud, Iðnríki
okkar daga eftir John Kenneth Galbraith, Frelsið eftir John Stuart Mill og
Valdstjórn ogvísindi eftir C.P. Snow. Ritstjóri og upphafsmaður Lærdómsrit-
anna var Þorsteinn Gylfason (1942-2005) sem þá var á heimleið frá námi,
28 ára að aldri. Hann ritstýrði röðinni lengi eftir þetta, þýddi sumar bækurn-
ar sjálfiir eða skrifaði inngang, og mótaði Lærdómsritin á þann hátt sem við
þekkjum: Þarna birtust íslenskum lesendum lykilrit vestrænnar menningar
og hugmyndasögu í þægilegri og læsilegri útgáfu, góðri þýðingu og með
vönduðum inngangi.
Við val á bókum í Lærdómsritaflokkinn hefur megináherslan löngum ver-
ið á ritum eftir ýmsa af helstu heimspekingum sögunnar. Þannig höfum við
þarna getað kynnt okkur höfunda eins og Aristóteles, Descartes, Hume,
Kierkegaard, Mill og Platón, svo að taldir séu þeir sem eiga fleiri en eina bók
hver af þeim rúmlega 60 sem nú liggja fyrir.
Jafnframt hafa Lærdómsritin fjallað um raunvísindi, stærðfræði og rökfræði
í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var í upphafi með fyrrnefndri bók Ein-
steins. Til marks um þetta má nefna Obyggð og allsnægtir eftir Frank Fraser
Darling (1972), Bera bý eftir Karl von Frisch (1972), Málsvörn stærðfræðings
eftir G.H. Hardy (1972), Undirstöður reikningslistarinnar eftir Gottlob Frege
(1989), Sögu tímans eftir Stephen Hawking (1. útg. 1990), Ar var alda eftir
Steven Weinberg (1998) og Ljósið eftir Richard Feynman (2000). Má ljóst
vera að Uppruninn eftir Darwin sómir sér vel í þessum hópi merkra bóka um
raunvísindi handa íslenskum lesendum, ungum sem öldnum.
Það hefur ómetanlegt menningargildi fyrir Islendinga að eiga bækur sem
þessar í vönduðum útgáfum á íslensku. Bókhneigð íslensk ungmenni læra
ensku að vísu bæði fyrr og betur en áður en það þarf meira en venjulegt
enskunám til að tileinka sér bækur um fræðileg efni á því máli, þó að þær
kunni að vera ætlaðar almenningi í enskumælandi löndum. Eldri kynslóðin