Hugur - 01.01.2006, Page 203
Snilld einlægninnar
201
fylgdi rækilegur inngangur eftir valinkunnan höfund úr hópi þeirra íslend-
inga sem kunnugastir voru viðkomandi efni. Þessir inngangspistlar urðu enn
mikilvægari fyrir það að bókunum fylgdi oft ekkert annað fræðilegt hjálpar-
efni. Þannig hefur líklega ekki verið talin þörf á atriðisorðaskrám í svo litl-
um bókum sem svo auðvelt er að fletta, og hið sama kann að gilda um svo-
kallaða hlaupatitla með kaflaheitum efst á síðum í hverri opnu. Hins vegar
er talsvert af neðanmálsskýringum í sumum bókunum.
Sumt af þessu horfir óneitanlega öðruvísi við þegar um stærri bækur er að
ræða eins og sum Lærdómsritin urðu þegar frá leið. Þannig hafa Rikið eftir
Platón, Siðjræði Níkomakkosar eftir Aristóteles og nú síðast Uppruninn eftir
Darwin öll komið út í tveimur bindum. Auk þess hafa sum stök bindi orðið
300 síður eða meira að stærð. Þá er ekki því að neita að það hefði komið sér
vel að hafa bæði atriðisorðaskrá, hlaupatitla og fleira af því sem ætlað er til
að hjálpa lesendum að tileinka sér og nýta fræðirit. Þessari þörf hefur þó ekki
verið sinnt nema að nokkru leyti og í sumum bókunum, til dæmis í útgáfu
Svavars Hrafns Svavarssonar á Siðfræði Níkomakkosar sem virðist til fyrir-
myndar að ýmsu leyti hvað þessi mál varðar.
I útgáfunni á Uppruna tegundanna er þessu því miður ekki að heilsa; þar er
hvorki atriðisorðaskrá, hlaupatitlar, orðskýringar né annað hjálparefni.
Ástæður þess eru ekki skiljanlegri fyrir það að í algengum enskum útgáfum
síðari ára er þessu vel sinnt. Þannig er kiljuútgáfa Oxford University Press
prýdd stórfróðlegri skrá á 13 síðum um höfunda sem Darwin nefnir í texta
sínum (Darwin, 1996). Þessi skrá dýpkar verulega sýn lesandans á einstök
atriði textans og veitir einnig góða innsýn í smiðju Darwins og vinnubrögð.
A eftir henni fer 17 síðna skrá um fræðiorð í bókinni ásamt skýringum og að
lokum er 13 síðna atriðisorðaskrá. Hér má því segja að „hugbúnaðurinn“ eða
fyrirmyndin að betri frágangi liggi fyrir þannig að eftirleikurinn hefði átt að
verða auðveldur. Og að sjálfsögðu hjálpar það ekki upp á nýtingu eða nota-
gildi íslensku útgáfunnar þó að lesandi geti notað hjálparefni í enskum út-
gáfum svo langt sem það nær; slíkt færir okkur aftur fjær íslenskunni sem var
væntanlega ekki ætlunin.
Inngangurinn að Uppruna tegundanna í íslensku útgáfimni frá 2004 er eftir
Ornólf Thorlacius sem hefur verið manna ötulastur við að kynna mönnum
líffræði nútímans á íslensku. Inngangurinn gefur gott yfirht um hugmynda-
sögu þróunarkenningarinnar eins og hún horfði við mönnum um 1980, enda
virðist helsta heimild höfundarins vera frá því ári; ágæt bók eftir ástralska
jarðfræðinginn og vísindasagnfræðinginn David Oldroyd sem var notuð um
tíma við kennslu í þessum fræðum við Háskóla íslands (Oldroyd, 1980).
Megingalli inngangsins er hins vegar sá að nýrri rannsóknir og viðhorf koma
þar ekki við sögu. Höfundur treystir svo mjög á Oldroyd að hann fylgir ekki
einu sinni eftir tilvísunum hans með því að taka tilvitnanir beint úr þeim
frumheimildum sem Oldroyd vísar til. Eru sumar þeirra þó auðsóttar á
bókasöfnum og í bókabúðum og kunna að vera fróðleiksfúsum lesanda nær
hendi en bók Oldroyds (samanber til dæmis sjálfsævisöguna, Darwin 1969;