Hugur - 01.01.2006, Page 205
Snilld einlægninnar
203
Um pýðinguna
Það er afar ánægjulegt að starfandi vísindamaður eins og Guðmundur Guð-
mundsson skuli hafa gefið sér tíma til að vinna stórvirki á borð við þýðingu
Upprunans. Slík verk eru oft vanmetin í fræðaheiminum en vonandi á það
ekki við í nánasta umhverfi Guðmundar. Hitt er líka lofsvert sem fram kem-
ur í eftirmála ritstjóra að Náttúrufræðistofnun, vinnustaður þýðandans, hef-
ur átt talsverðan þátt í að ráðist var í verkið og síðan stutt það dyggilega. Sh'kt
er nokkurt nýmæh hér á landi þar sem vinnubrögð einyrkjans hafa hingað til
verið í hávegum höfð í verkum af þessum toga.
Þýðingin er yfirleitt hpur og læsileg, skýr og skilmerkileg við fyrstu sýn, og
kemur vel til skila barnslegri einlægni Darwins í bland við rökfestu og einurð.
Við nánari athugun koma þó því miður í ljós nokkrir hnökrar á þýðingunni.
Þýðandi lýsir vinnubrögðum sínum í stuttu máh í texta um þýðinguna í
bókarlok, og er það að sjálfsögðu til fyrirmyndar. En þar segir meðal annars:
Við þýðingu verksins hef ég reynt að koma til skila margslunginni
setningaskipan Darwins, enda er hún órofa hluti af þeirri tæru hugs-
un og stórbrotnu heimssýn sem þar birtist. Víða hef ég þó kosið að
víkja nokkuð frá upprunalegri setningaskipan, án þess þó að endur-
semja frumtextann. Þar hef ég ekki fylgt neinni fastri reglu, nema að
gæta þess að hugsanagangur Darwins komist til skila á íslensku.
Upprunalegum greinarmerkjum er að mestu haldið, en þó er þeim
víða hnikað til og breytt svo að þau flækist ekki um of fyrir lesand-
anum (698).
Hér er sitthvað sem orkar tvímæhs svo að ekki sé meira sagt. Það er til dæm-
is engan veginn sjálfsögð hugmynd að ætla sér að koma „margslunginni setn-
ingaskipan" og greinarmerkjasemingu til skila frá einu tungumáli til annars.
Sh'kt er samofið einkennum viðkomandi tungumáls og flókin setningaskip-
an er til dæmis miklu eðlilegri í ensku en í íslensku. Því er mörgum tamt að
líta á einfalda setningaskipan sem eitt af einkennum góðrar íslensku. Það
kann að virðast hreint smekksatriði en styðst þó við rithefð okkar Islendinga
eftir því sem best verður séð. Þess vegna má alltént spyrja sem svo hvort
þarna hafi verið teknar réttar eða heppilegar ákvarðanir.
En þessar meðvituðu ákvarðanir þýðandans birtast síðan í sjálfu verkinu í
því að þar er allnokkuð um stirðlega setningaskipan af því tagi sem hefur
löngum verið amast við í skólum. Og hvað sem skólunum líður mun mörg-
um finnast miður læsilegt að flétta til dæmis tvær mismunandi aukasetning-
ar hverja inn í aðra þannig að tvær samtengingar komi saman: „Allt þetta
veldur því að ef...“ (136), „að þegar ...“ (178) „að enda þótt ...“ (190), og
svo framvegis. Þó að sbkt kunni að vera sæmilega læsilegt þjálfuðum lesanda
á ensku er það varla góð íslenska.
Líklega er þó verra að ég fæ ekki betur séð en að þýðingin sé ónákvæm á