Hugur - 01.01.2006, Side 207
Snilld einlægninnar
205
Lokaorð
Ég vil að lokum árétta fölskvalaust hvílíkt fagnaðarefni það er að Uppruni
tegundanna skuli vera kominn út á íslensku. Ahugamenn um líffræði og vís-
indasögu eiga eftir að nýta sér það óspart um ókomin ár og jafnframt er lík-
legt að þessi fengur muni vekja áhuga og skilning margra ungmenna bæði á
fiirðum jDróunarinnar, lífsþrótti vísindanna og leyndardómum vísindasög-
unnar. Utgáfa af þessu tagi er þannig miklu mikilvægari en ætla mætti af
þeirri takmörkuðu athygli sem hún vekur í fyrstu atrennu.
Hér hefur verið reynt að segja kost og löst á útgáfiinni sem um er rætt. Það
er öðru fremur gert með þá grundvallarhugsun að leiðarljósi að einungis
þannig sé verkum sem þessum í raun og veru sýndur fullur sómi. Ef enginn
tekur að sér þess konar hlutverk er hætt við að framfarir verði hægar á þessu
mikilvæga sviði þjóðmenningarinnar.
Ég óska aðstandendum útgáfunnar til hamingju með þetta stórvirki og
vona að þeir haldi áfram að rækta akurinn af metnaði og dug.7
Heimildaskrá
Bowler, Peter J., 1989. Evolution: The History of an Idea. Endurskoðuð útgáfa (1. útg.
1983). Berkeley: University of California Press.
Browne, Janet, 1996. Charles Darwin: Voyaging. Volume I of a Biography. London: Piml-
ico.
Browne, Janet, 2002. Char/es Darwin: The Power of Place. Volume II of a Biography.
Princeton: Princeton University Press.
Darwin, Charles, 1969. The Autobiography of Char/es Darwin, 1809-1882. Nora Barlow
bjó til prentunar með viðauka og athugasemdum (frumútgáfa 1958). New York: The
Norton Library.
Darwin, Charles, 1996. The Origin ofSpecies. Gillian Beer bjó til prentunar og ritar inn-
gang. Oxford: Oxford University Press.
Darwin, Charles Robert, 2004. Uppruni tegundanna 7-/7. Islensk þýðing eftir Guðmund
Guðmundsson með inngangi eftir Örnólf Thorlacius. Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag.
Desmond, Adrian, og James Moore, 1992. Darwin. London: Penguin.
Oldroyd, D.R., 1980. Darwinian Impacts: An introduction to the Darwinian Revolution.
Milton Keynes: Open University Press.
Steindór J. Erlingsson, 1998. „Inngangur". Hjá Þorvaldi Thoroddsen, bls. 9-90.
Þorvaldur Thoroddsen, 1998. Um uppruna dýrategunda og jurta. Með skýringum eftir
Steindór J. Erlingsson sem einnig ritar inngang. Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag.
7
Höfundur þakkar nafnlausum ritrýni tímaritsins margar góðar ábendingar um sitthvað sem
betur mátti fara í upphaflegu handriti. Einnig þakka ég Birni Þorsteinssyni og Steindóri J. Erl-
ingssyni góðan yfirlestur.