Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 208
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 206-223
Ritdómar
Hin þögla þekking
Stefán Snævarr: Astarspekt: Greinar um
heimspeki. Hið íslenska bókmenntafélag
2004. 337 bls.
Greinasafn Stefáns Snævarr, Astarspekt,
hefur yfir sér ákveðinn sígildan brag.
Heiti þess er einfaldlega þýðing á orðinu
filosófía (viskuvinátta) og því ekki úr vegi
að greinarnar séu flokkaðar í samræmi
við hina platonsku þrískiptingu í hið
Sanna, Góða og Fagra. Að hætti fornra
skálda fylgir höfundur verki sínu úr hlaði
með forspjalli í formi bréfs til lesanda,
þar sem hann ræðir ásetning sinn með
hinum ólíku ritgerðum og biðst afsök-
unar á þeirri ofdirfsku sem einkenni
hann og komi fram í greinaheitum á
borð við „Endanleg lausn frjálshyggju-
vandans" og ,Ætti hagfræði að vera til?“.
Greinarnar eru sextán að tölu, auk sér-
staks viðbætis „til varnar íslenskri
tungu“, og spanna þær allan fræðaferil
Stefáns eða hér um bil aldarfjórðung. Því
eru þær mjög ólíkar að efni og tegund,
allt frá því að vera harðsoðnar fræði-
greinar, samsuða úr gömlum blaðapisd-
um (sem eru þó ekkert léttmeti!) til sam-
ræðna í anda Platons milli Skeptíkusar
og Krítikusar, Empiríkusar og Estetík-
usar í ríkinu Mínervu.
Eins og nærri má geta er engin leið að
greina hér tilhlýðilega frá efni og efnis-
tökum í svo fjölbreyttu riti. Engu að síð-
ur skín ákveðin grundvallarafstaða eða
nálgun í gegnum velflestar þessara
greina. Svo sem heimspekinga er siður
leiðir Stefán í ljós ákveðna galla á rök-
semdafærslum eldri kenninga, einkum
hvernig þær hvíla á svonefndri vítarunu
(þ.e.a.s. að undirstaða hverrar kenningar
krefst nýrrar undirstöðu sem aftur þarfn-
ist eigin undirstöðu út í það óendan-
lega). Markmið hans er jafnan að sýna
hvernig hinar ýmsu kenningar ganga of
langt, þ.e. út fyrir skynsamlegt meðalhóf.
I hinum ólíku stefnum leynist yfirleitt
einhver sannleikskjarni en illu heilli leyfi
menn sér jafnan að draga of róttækar
ályktanir af honum. Hyggilegra sé að að-
hyllast í senn heimspekilega og pólitíska
hentistefnu, fjölhyggju og almenna efa-
hyggju um hvers konar allsherjarlausnir.
Þannig skrifar Stefán í forspjalli sínu að
bókinni:
I „Pælt í pælingum" kemur fram að ég
sé veröld heimspekinnar sem marg-
þætta, kaotíska. Greinarnar um stjórn-
speki sýna líka kaotíska sýn á stjórn-
mál. I þeim sker ég upp herör gegn
einfeldningslegum skiptingum lífsvið-
horfa í tvennt, góðu gegn vondu horf-
unum, vinstri gegn hægri, frjálshyggju
gegn alræðishyggju, greiningarspeki
gegn meginlandsspeki. Veröldin er
ekki svona einföld. En þrátt fyrir þetta
andóf gegn hólfunarmennsku er ég
enginn póst-módernisti [...]. (12,
nmgr. 4)
Um þessa grundvallarafstöðu er gott eitt
að segja. Engu að síður verður lesandi að
spyrja sig hvort höfimdur gæti meðal-
hófs í hverju máli. Þegar hann lýsir þeirri
„gagnrýnu þjóðernisstefnu" sem hann
aðhyllist og segir vera í samræmi við
„vestræna mannstefnu sem setur lýðræði,
frelsi, fjölbreytni mannlífs og mannlegan
velfarnað ofar öðrum gæðum“ (111),
skrifar hann einnig: „Sjálfur vil ég frem-
ur að Islendingar missi sjálfstæði sitt en
að þeir glati tungu og mcnningu" (120)
og spyr sig hvort „hugsanlegt [sé] að