Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 14
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Líffæra- og vefjafræðiheitin Orðanefnd læknafélaganna starfar áfram að þýðingum fræðiorða. Nýlega var lokið við fyrstu yfirferð á líffæraheitunum, Nomina Anatomica. Það verk hefur nú tekið um það bil eitt ár. Ætlun nefndarinnar er að líffæraheitin komi út í bókarformi þegar endanlegum samlestri og frágangi er lokið. Alþjóðleg og íslensk líffæraheiti Guðmundar Hannessonar voru gefin út í endurskoðaðri útgáfu af prófessor Jóni Steffensen árið 1956. Líffæra- heitin hafa verið endurskoðuð með reglulegu millibili af alþjóðlegri samstarfsnefnd og full þörf er orðin á nýrri íslenskri þýðingu. Næsta verkefni Orðanefndarinnar er þýðing vefjafræðiheitanna, Nominu Histologica. Jafn- framt því verður tekið til við að safna orðum og setja saman valin orðasöfn fyrir sérgreinar læknis- fræðinnar eftir því sem tími og áhugi standa til. Mikilvægt er að þau sérgreinafélög, sem áhuga kynnu að hafa, láti frá sér heyra eða tilnefni menn til samstarfs við Orðanefndina. Snjöll nýyrði Vafalítið hafa margir íslenskir læknar spreytt sig á íslenskun fræðiorða og eiga þeir sjálfsagt mörg snjöll nýyrði í fórum sínum. Orðanefndinni væri mikill fengur að því að fá sendar tillögur lækna að íslensk- um þýðingum á hvers kyns erlendum fræðiorðum sem þeir nota í starfi sínu. íðorðasafnið þarf að vera í stöðugri endurskoðun, meðal annars vegna þess að ný þekking og ný tækni krefjast nýrra orða og hug- taka. Þá ber þess að gæta að íðorðasmíð er fremur í Orðaþáttur „Ritstjórar Læknablaðsins hafa áþreifanlega orðið varir við það, að oft er erfitt, að hafa upp á nýyrðum við hœfi og oft eru mismunandi heiti á sama hugtaki í gangi samtímis. Það hefur verið og er stefna ritstjórnar Læknablaðsins, að íslenzka skuli allt það, sem íslenzkað verður. “ Með þessum orðum Arnar Bjarnasonar, for- manns Orðanefndar læknafélaganna er fram hald- ið orðaþætti í Fréttabréfi lækna. Svo hefur um sam- ist að undirritaður leggi til efni fyrst um sinn. Það er þó að nokkru leyti undir viðtökum lesendanna komið hvert framhaldið verður. Læknar og aðrir þeir, sem fréttabréfið lesa, eru hér með beðnir að koma á framfæri athugasemdum í orðaþáttinn og tillögum, sem gætu komið að gagni við vinnslu og ætt við tillögugerð en lagasetningu og að sum orðin ná ekki fótfestu, hversu góð sem þau annars kunna að vera. Nýrra tillagna er því stöðug þörf. íslenskun læknisfræðiheita Heyrst hefur að sumum læknum þyki lítið til þessa starfs Orðanefndarinnar koma. Dæmi um slíkt kom fram í bréfi sem Læknablaðinu barst nýlega: „Auk þess tröllríður íslenskun læknisfræðiheita svo síðum blaðsins, að margar greinar eru nánast óskiljan- legar. Ástkœra ylhýra málið er okkur öllum mikil- vœgt, en fyrr má nú rota en dauðrota. Hvað um það, íslenskukunnátta undirritaðs er enn nóg til að skilja Fréttabréfið,..." Vonandi heyrir þetta sjónarmið þó til undantekn- inga því að oftar heyrist einmitt gagnrýni á hendur læknum fyrir það að nota ekki íslensku þegar þeir eru að tala um sjúkdóma og sjúkdómseinkenni við sjúk- linga sína. Læknaslangur tröllríður enn mörgum fundum og samkomum lækna, dagleg umræða fer að verulegu leyti fram á „læknamáli“ og sjúkraskrár og skýrslur lækna eru oft ekki til neinnar fyrirmyndar. Enginn vafi er þó á því að málfar lækna í rituðu máli, bæði í Læknablaðinu og á ýmsum öðrum vettvangi, hefur batnað á síðustu árum. Almenningur hefur vaknað til vitundar um málvernd og háskólaborgarar mega nú ekki láta sitt eftir liggja varðandi málvönd- unarátak í fræðigreinum sínum. Það væri læknum til sóma að efla enn frekar málræktarstarfið og að gera notkun íslenskra fræðiheita að daglegum viðburði. FL1990; 8(1); 2 endurskoðun íðorðasafns lækna. Senda má slíkt bréflega til undirritaðs, Orðanefnd læknafélag- anna, Domus Medica, Egilsgötu, 101 Reykjavík, en símleg og óformleg skilaboð hvers konar eru einnig velkomin á vinnustað á Rannsóknastofu Háskól- ans, Barónsstíg, sími: 601900, en þá einungis á venjulegum umsömdum vinnutíma ríkisstarfs- manna! Hvatleg hróp og köll á götum úti, eða sím- töl að næturlagi eru frábeðin nema erindið sé þeim mun brýnna og geti alls ekki beðið næsta dags. íðoröasafnið Iðorðasafnið er í raun og veru hin skemmtilegasta lesning og oft hefur það komið fyrir undirritaðan að hlæja upphátt þegar augun hafa hlaupið útundan sér og staðnæmst á ýmsum furðuorðum sem læknar virð- 14 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.