Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 27
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Orðaþing Nokkrir fulltrúar orðanefndar læknafélaganna sóttu orðaþing sem Islensk málnefnd og Menntamálaráðuneytið héldu laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Þangað var boðið orðanefndum og öðrum sem áhuga hafa á íðorða- starfsemi. Yfirlýstur tilgangur þingsins var sá „að koma á framfœri upplýsingum um það sem mennta- málaráðuneytið og íslensk málnefnd hafa gert og hyggjast gera til þess að efla íðorðastarfsemi í land- Starfsemi íslenskrar málnefndar og íslenskrar málstöðvar var kynnt, svo og bráðabirgðatillögur um tilhögun íðorðastarfsemi í landinu. Þá var kynnt starf þriggja orðanefnda, flugorða-, tölfræði- og bflorðanefnda. Fram kom að fengist hefðu upplýsingar um tilvist 31 orðanefndar, þó að sennilega væru þær ekki nærri allar virkar. Ymis orðasöfn, orðaskrár og orðalistar hafa verið gefin út á undanfömum árum og áhugi virðist stöðugt vaxandi í margs konar fræði- og tæknigreinum. Sjónarmið þýðenda fjölmiðlaefnis og orðabóka voru einnig kynnt. Flest af þessu var athygli vert, en raun var að hvað fyrirlesurum tókst illa að fylgja tímasettri dagskrá. Leiðbeiningarit Merkasta framlagið á þinginu, að mati undirritaðs, var kynning á drögum að Leiðbeiningariti fyrir orðanefndir og aðra þá sem áhuga hafa á vali og skráningu íðorða. Um er að ræða nærri 80 blaðsíðna bækling í þremur köflum sem fjalla um: 1. Aðferðir og markmið í íðorðastarfsemi. 2. Leiðbeiningar um orðmyndun. 3. Lýsingu á gagnagrunni fyrir skrásetn- ingu á íðorðum. Höfundar eru Ari Páll Kristinsson, Sigrún Helgadóttir og Sigurður Jónsson og var ritinu dreift endurgjaldslaust til þátttakenda, „svo að þeir sem þingið sæktu fœru ekki tómhentir heim á leið‘\ eins og segir í formála. í öðrum kafla ritsins er m.a. fjallað um fjórar meginleiðir til að auka orðaforða íslenskrar tungu. Þær eru: 1. Samsetning, nýtt orð er búið til úr tveimur eða fleiri eldri orðstofnum, til dæmis sjón- varp, sem myndað er úr nafnorðunum sjón og varp. Af því tilefni má nefna að þetta orð, sjónvarp, hefur náð að festast í málinu þó að það sé órökrétt, því að ekki er varpað sjón heldur myndum. Hljóðvarp er mikln rökréttara heiti, en hefur þó ekki náð sömu vinsældum. Þessa staðreynd um ófyrirsjáanlegar vinsældir nýyrða mega harðlínumenn í hópi orðasmiða vel hafa í huga. 2. Afleiðsla, þannig að orðstofn, sem til er í máhnu, fær á sig forskeyti eða viðskeyti til að rnynda nýyrði, til dæmis er orðið forspá myndað úr forskeytinu for- og nafnorðinu spá. 3. Orð fær nýja merkingu, oftast þannig að gamalt, lítið notað orð er tekið upp aftur til að nota um nýjan hlut eða hugtak. Þetta er talin vandasöm aðferð, en orðið skjár, sem nú er notað urn myndflöt á sjónvarpi eða tölvu, sýnir að stundum getur vel tekist. 4. Erlent orð er aðlagað. Tilnefnd dæmi eru jilma, keðja og tafla. Ekki er þó mælt með þessari aðferð, því að hætta er á að aðlögun sé sjaldnast nógu vönduð. Oft verður því þó ekki stjórnað hvaða orð festast í málinu svo sem dæmin um píanó, kók og Skóda sýna. Bréfasími - símabréf Á orðaþingi var lítillega minnst á nýyrði fyrir heitið telefax. Þetta erlenda orð er myndað úr orðstofnunum tele-, sem þýðir fjar-, og faesimile sem þýðir nákvœm eftirgerð eða eftirmynd. Tækin, sem vinna það verk að koma bréfum og myndum símleiðis milli stofnana, eru nú sem óðast að koma inn á heilbrigðisstofnanir. Nauðsynlegt er að nota nú tækifærið og láta íslenskt orð vinna sér hefð í stað þess erlenda. Stungið hefur verið upp á orðunum bréfasími, myndsími, myndriti eða myndsendir um þetta tæki og orðinu símabréf eða símbréf urn það sem sent er. Skorað er á heilbrigðisstarfsmenn að taka upp eitt af þessum íslensku orðum (eða að koma með nýtt og betra orð!), og sérstaklega er skorað á þá sem ráða prentun bréfa og bréfsefna heilbrigðisstofnananna að láta nú ekki erlenda orðið telefax festast í sessi. Úr fórum Orðanefndar Starfshópur úr Orðanefnd vinnur nú að þýðingum á íðorðum í fósturfræði, Nomina Embryologica. Nýlega var rætt um samræmingu á þýðingum þeirra orða þar sem gríski orðstofninn -plasia kemur fyrir. Samkvæmt læknisfræðiorðabókum er plasia formun, myndun eða vöxtur. Orðin, sem vinnuhópurinn fjall- aði um, og þýðingar þeirra eru birt hér til kynningar, án sérstaks rökstuðnings að sinni. Anaplasia = óvöxtur, aplasia = vaxtarleysi, dysplasia = rangvöxtur, heteroplasia = villuvöxtur, hypcrplasia = ofvöxtur, hypoplasia = vanvöxtur, macroplasia = stórvöxtur, metaplasia = umvöxtur, microplasia = smávöxtur, neoplasia = æxlisvöxtur, paraplasia = hjávöxtur, retroplasia = afturvöxtur. FL 1991; 9(4): 2-3 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.