Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 33
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Meltingartruflun? Meginefni pessa þáttar er fyrirbærið dvspcpsia. tilraunir til þess að skilgreina hugtakið og þýða orðið. Meltingar- sérfræðingur hringdi og vildi fá lipra þýðingu tii að nota í fræðsluefni fyrir sjúklinga og eins í almennum umræðum. Honum fannst að þýðingar Iðorða- safnsins, meltingartruflun og meltingartregða. væru hvorki nógu nákvæmar né nægilega liprar í með- förum. Hann taldi að orðið væri nú oftast notað um „safn ýmissa óþœginda og einkenna sem tengdust máltíðum og virtust upprunnin frá efri hluta melt- ingarvegar.“ Flestir hafa fengið meltingartruflun og þekkja því fyrirbærið af eigin raun, en undirritaður lét sig þó hafa það að kafa í nokkrar nýjar biblíur lyf- læknis- og meltingarfræða, auk tiltækra orðabóka. Dyspepsia Erlendar læknisfræðiorðabækur segja orðið dyspepsia komið úr grísku og að fyrri hlutinn dys- merki slæinur eða erfiður, en að seinni hlutinn, pepsia, sé leiddur af pepsis sem merki melting. Bein þýðing - samkvæmt þessu - er því slœmt ástand meltingar. Gera má ráð fyrir að hugmyndin að baki heitinu hafi verið sú að sjúkdómseinkenni frá kviðarholi gefi til kynna slæmt ástand meltingar eða lélega starfsemi líffæra. íðorðasafn lækna hefur tekið ofangreindar þýðingar, mcltingartruflun og meltingartregöa, óbreyttar upp úr íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar. í erlendu orðabókun- um má finna býsna margar tegundir af dyspepsia, svo sem acid dyspepsia, appendicular dyspepsia, atonic dyspepsia, cholelithic dyspepsia, cardiac dyspcpsia, colonic dyspepsia, functional dys- pepsia, gastric dyspepsia, intestinal dyspepsia, nervous dyspepsia og jafnvel ovarian dyspepsia. Skilgreiningar í sumum bókum meltingarfræðanna eru gerðar til- raunir til að skilgreina hugtakið dyspepsia. Ljóst virðist að það felur í sér samsafn óþœgilegra ein- kenna sem oftast tengjast efri hluta meltingarvegar. Helst þeirra eru verkir, brjóstviði, fyllitilfinning, ógleði, uppköst, lystarleysi, uppþemba, ropar og vindgangur. Verkjasvæðið er uppmagáll (epigast- rium), en greinilegt virðist að meinsemdir í ilestum af þeim líffærum, sem tengjast meltingu, geta geislað verkjum þangað. Uppmagáll er reyndar eitt af stirð- legu heitunum í líffærafræðinni, en það er ekki verk- efni þessa pistils og verður að bíða betri tíma! Skilgreining á dyspepsia er ekki fyllilega sam- ræmd. I víðustu merkingu er átt við hvert það ástand, sem gefur sig til kynna með einu eða fleir- um af ofangreindum einkennum. Lögð er áhersla á að einkenni líkist sjúkdómsmynd maga- eða skeifugarnarsárs, en að margt fleira komi til greina í mismunargreiningu, allt frá hjartasjúkdómi til ýmissa nteinsemda í neðri hluta kviðarhols, jafnvel í þvag- og kynfærum. í þrengstu merkingu er hins vegar átt við það sem á ensku kallast ýmist non- ulcer dyspcpsia, essential dyspcpsia eða idiopathic dyspcpsia. en það er sjúkdómsástand sem einkenn- ist af samstæðu þeirra einkenna, sem finnast við maga- eða skeijugarnarsár, án þess að um sár sé að rœða. Ekki er fullvíst hvaða vefjabreytingar liggja til grundvallar, því að ástandið er gjarnan afmark- að með magaspeglun án sýnistöku, en sennilega má gera ráð fyrir að raunveruleg bólga sé til stað- ar, gastritis eða duodenitis. Sumar heimildir vilja koma dyspepsia á bás sem upper abdoniinal syn- dronie. heilkenni einkenna frá efri hluta kviðar- hols. Þá hefur heitið Moynihan's disease verið notað um samstæðu einkenna sem benda til skeifu- garnarsárs, en koma fyrir án þess að sár finnist. Til- lögur að liprum þýðingum væru vel þegnar. Fram- hald í næsta blaði. FL 1991; 9(11): 9 Dyspepsia í SÍÐASTA ÞÆTTI VAR FJALLAÐ UM DYSPEPSIA, uppruna orðsins, merkingu orðhluta og skilgreiningu á hugtakinu. Undirritaður er sammála því áliti meltingarsérfræðingsins að þýð- ingar íðorðasafnsins á dyspepsia, meltingartruflun og meltingartregða séu ekki nógu góðar. Meltingar- truflun er að vísu rétt þýðing á gríska orðinu dyspepsia, en það er einu atkvæði lengra og heldur stirðlegra. Meltingartruflun er auk þess tæpast nógu sértækt heiti þegar vísað er í fyrrgreinda skil- greiningu: Samsafn óþœgilegra einkenna sem tengjast efri hluta meltingarvegar. Orðið dyspepsia virðist hafa tekið sérstakri merkingarlegri umbreytingu frá því almenna, (samanber upptalningu í síðasta pistli á ýmsum tegundum dyspepsia), til hins sértæka, (samanber non-ulcer dyspepsia). Þetta orð, sem upphaflega var notað sem samheiti tii að tákna margs konar óþægileg einkenni frá kviðarholi, er nú fyrst og fremst notað um tiltekin einkenni frá ákveðnum hluta meltingarvegar. Segja má því að liðir þessa samsetta orðs hafi glatað ákveðinni merkingu um leið og orðið varð sérheiti. Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 33 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.