Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 41
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Scopia - kögun Fram hefur komið tillaga um að holspeglun af ýmsu tagi verði kölluð kögun. Þarna er um fornt orð að ræða, köguður var varðmaður sem skyggndist um og kögunarhóll (kagaðarhóll) var sjónarhóll, útsýnis- hœð eða varðmannshóll. Þetta orð mun vera komið í notkun, en skoða þarf nánar hvað það hefur í för með sér. „Endóskópisti" er til dæmis vandræðalegt slanguryrði, en er „köguður“ betra? FL 1992; 10(7): 4. Kögun I ÞESSUM PISTLI VERÐUR HALDIÐ ÁFRAM umræðu um orðið kögun. Orðabók Menningarsjóðs birtir sögnina að kaga í merkingunni 1. skyggnast um, horfa yfir, 2. vaða, kafa. í fyrri merkingunni mun þetta sagnorð einnig vera til í færeysku og nýnorsku, samanber íslenska orðsifjabók. í Samheitaorðabókinni má meðal annars finna sögnina að kaga sem eitt af samheitunum fyrir sögninga að gægjast, en þar eru einnig sagnirnar gauka, glugga, horfa á og kíkja. Nafnorðið kögun finnst einungis í íslenskri orðsifjabók og er þar útskýrt sem það að litast um. Þetta orð mun þegar hafa verið tekið í notkun á handlækningadeild Landspítala og hefur meðal annars sést á vefjarannsóknarbeiðnum sem heiti á ákveðinni tegund aðgerða. Fyrir nokkru var undir- ritaður til dæmis að smásjárskoða vefjasneiðar úr gallblöðru og sá þá að aðgerðin, sem gaf af sér hina bólgnu gallblöðru, var nefnd gallkögun. Ef rétt er skilið merkir gallkögun fjarlœging gallblöðru með sérstakri aðgerð í tengslum við kviðarholsspeglun. Vera má þó að þessi skilningur sé ekki réttur og að heitið gallkögun hafi einungis átt að merkja gall- vega- eða gallblöðruskoðun með kviðarholsspeglun, en að því hafi ekki verið ætlað að ná einnig yfir fjarlægingu líffærisins. Gallkögun Fullyrða má að heitið gallkögun í fyrri merkingunni sé ekki alveg nógu nákvæmt, því að gall- getur vísað í gallvökva, gallblöðru, gallganga eða gallrás. Auðvitað er það útúrsnúningur, en gallkögun gæti merkt fjar- lœging galls við kviðarholsspeglun. Gallblöðrukögun hefur hins vegar ótvíræða tilvísun, og á sama hátt yrði heitið gallsteinakögun nothæft, ef slíkar aðgerðir er á annað borð hægt að gera, að fjarlægja gallsteina við kviðarholsspeglun. í þessari merkingu mætti þá einnig nota heitið botnlangakögun um fjarlœgingu botn- langa við kviðarholsspeglun og legpípukögun um fjarlœgingu eggjaleiðara við kviðarholsspeglun. Hafi þetta verið ætlunin þá hefur upprunalegri merkingu orðsins kögun verið breytt svo að miklu munar. Hafi það hins vegar verið ætlunin að orðið gall- kögun væri eingöngu notað í síðari merkingunni, gallvega- eða gallblöðruskoðun með kviðarhols- speglun, þá vantar heiti sem tekur einnig til fjar- lægingar gallblöðru. Síðari merkingin er nær hinni upprunalegu, en þá þarf að velja um það, hvort kögun eigi eingöngu að koma í stað heitisins hol- speglun, eða hvort kögun eigi einnig að nota um aðrar tegundir af speglun, að magaspeglun verði magakögun, blöðruspeglun verði blöðrukögun og svo framvegis. Hugsanlegt er að heitið speglun megi nota um skoðun á innra borði líffæra, en að kögun verði eingöngu notað um skoðun á ytra borði þeirra. Tillaga Undirritaður er þó ekki sáttur við að heitinu speglun sé útrýmt og að kögun komi í staðinn. Speglun hefur náð mikilli útbreiðslu, er stutt og auðskilið og hefur ekki augljósa ókosti aðra en hugsanlega eðlisfræði- lega ónákvæmni. Hvað ætli sjúklingurinn komi annars til með að hugsa þegar læknirinn segir ábúðarfullur við hann: „Við þurfum nú að kaga á þér magann, væni minn!“ Kögun er hins vegar stutt og lipurt heiti, sem vafalaust er horfið úr nútímamáli í sinni upprunalegu merkingu, og mætti því að skaðlausu komast í notkun aftur og fá þá merkinguna jjarlœging líffœris við hol- speglun. Nóg um það í bili, en ef aðrir vilja leggja orð í belg, þá er það kærkomið. Er nú enn hætta á ferðum ? 1 orðapistli í mars 1991 var sagt frá sessat-veiki, sem þá fór um sjúkrahúsin eins og eldur í sinu. Hún lýsti sér þannig að eitt af orðskrípunum sessat, semsat, sensat eða sest skaut upp kollinum í mæltu máli hve- nær sem hik varð á tali, jafnvel oftar en einu sinni í sömu setningu. Ekki er vitað til að gripið hafi verið til neinna sérstakra aðgerða gegn veikinni og nú er hún talin vera að renna sitt skeið. Annað afbrigði, svo- kölluð þúvst-veiki, sem lét á sér kræla hjá ungu fólki, varð aldrei mjög alvarleg á sjúkradeildum, en virðist heldur ekki hafa rénað neitt að ráði. Nú er það O-kei-bae-bæ-veikin, sem er að verða að faraldri. Margir góðir og hreinlífir heilbrigðis- starfsmenn eru komnir með ótvíræð byrjunarein- kenni, en verst er að þeir gera sér alls enga grein fyrir því sjálfir. Rætt hefur verið um að hefja mót- aðgerðir sem fyrst. Tæknideildir Ríkisspítalanna Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.