Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 46
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 körlum. Af áður tilgreindum aldursflokkum var mið- flokkurinn bestur (81%), síðan kom meistaraflokk- urinn (50%), en ungflokkurinn var áberandi verstur (14%). í starfsflokkum voru „aðrir“ bestir (80%), þá komu læknar (65%) og loks hjúkrunarfræðingar (33%). Meðal lækna voru sjúkrahúslæknar verstir því að einungis 40% töldust hafa vandað orðanotkun, en allir heimilislæknar og allir „aðrir læknar“ töldust hafa vandað fræðimál sitt. Almennt virtust þeir betri sem fylgdu skrifuðum texta og eins var augljóst að slettur voru lleiri við umræður að loknum fyrirlestri. Við lokaúrvinnslu gagna kom einnig í ljós að í flokki sjúkrahúslækna leyndist lítill hópur unglækna, en af þeim töldust einungis 25% hafa vandað sérstaklega til íslenskunar fræðiorða í fyrirlestum sínum. Tveir heimilislæknar, einn sjúkrahúslæknir og einn ung- læknir fengu óformlegu athugasemdina „mjög gott“. Þrír fyrirlesarar notuðu „ný“ íslensk fræðiorð, sem undirritaður hafði ekki orðið var við áður. Skráðar slettur og slanguryrði reyndust 132 hjá þessum 25 fyrirlesurum, að meðaltali 5,28 á mann (spönnun 0-15), en ekki var marktækur munur á aldursflokkum. Munur var hins vegar á starfs- flokkum þannig að meðaltal slíkra orða á hvern sjúkrahúslækni var 6,3 (spönnun 0-15), á hvern heimilislækni 2,8 (spönnun 0-6), á hjúkrunar- fræðing 2,7 (spönnun 2-4) og á hvern fyrirlesara í flokknum „aðrir“ 6,8 (spönnun 0-11). Greinileg almenn fylgni var milli fjölda skráðra slangurorða og hins huglæga mats. Þannig reyndust skráðar slettur og slangurorð vera 4,3 að meðaltali á hvern fyrirlesara í hópi þeirra sem töldust hafa vandað orðanotkun, en 8 að meðaltali hjá þeim sem ekki töldust hafa vandað til notkunar íslenskra orða. Fylgni var hins vegar ekki eins augljós ef starfs- hópar voru bornir saman. Þannig töldust allir heimilislæknar og allir í hópnum „aðrir læknar“ hafa vandað orðaval sitt, en þó var mikill munur á fjölda skráðra slanguryrða, 2,8 á mann í fyrri hópnum og 5,3 í þeim síðari. Scssat-vcikin greindist hjá 7 fyrirlesurum og þar af var hún á háu stigi hjá einum. Lauslega áætlað birtist „sessat“ á 10 sekúndna fresti í fyrirlestri þessa einstaklings. Veikin hafði mjög greinileg aldurstengsl því hún fannst ekki í meistaraflokki, einungis hjá 12,5% fyrirlesara í miðflokki, en hjá 71,4% fyrirlesara í ungflokki. Allt voru þetta læknar og hjúkrunarfræðingar. Umræður Könnunin sýndi að af 25 fyrirlesurum sem metnir voru huglægt á virðulegri vísindaráðstefnu á vegum læknadeildar Háskóla íslands töldust cinungis 60% vanda scrstaklcga til notkunar á íslenskum fræði- orðum. Meðal lækna voru unglæknar og sjúkrahús- læknar í neðstu sætunum. Þetta verður að teljast áhyggjuefni, en jafnmikill sómi er að frammistöðu heimilislækna og „annarra lækna“. FL 1993; 11(1); 9-10 Ráðstefnumálsunnræða í SÍÐASTA PISTLI VAR SAGT FRÁ KÖNNUN SEM undirritaður gerði á málvöndun og orðanotkun fyrirlesara á Ráðstefnu um rannsóknir í læknadcild sem fram fór í desember 1992. Könnunin var gerð af hugdettu einni saman, til gamans og án nokkurs undirbúnings. Margt má því gagnrýna. Æskilegast hefði til dæmis verið að taka alla fyrirlestrana upp á segulband, fá þá síðan skrifaða og kanna málfar og orðanotkun af meiri gaumgæfni og á lengri tíma en hlustunin ein leyfði. Með því móti hefði mátt ná meiri nákvæmni og hugsanlega meira samræmi í mati á mismunandi fyrirlestrum. Þá hefði verið æskilegt að ná til fleiri fyrirlesara, en undirritaður hlustaði á rúmlega þriðjung allra fyrirlesara á ráðstefnunni. Engu að síður verður að telja að könnunin hafi gefið þokkalega vísbendingu um tilraunir til málvöndunar á formlegri ráðstefnu. Það er mat undirritaðs að betur megi gera og að betur eigi að gera þegar íslenskir fræðimenn koma saman til að segja frá rannsóknum sínum á ís- lensku. Reyndar var augljóst að meiri hluti fyrir- lesara gerði tilraun til að vanda mál sitt og að miklu betur var talað en venja er á þeim fræðslufundum á sjúkrahúsunum, sem undirritaður sækir reglulega. Dæmi um slanguryrði Hér verða tekin dæmi um slanguryrði sem undir- ritaður skrifaði hjá sér eftir fyrirlesurum. Latnesk eða ensk líffæraheiti, sem þeir notuðu óbreytt, voru þó ekki talin með slanguryrðunum. Orðin eru hér staf- sett í samræmi við framburð og beygingarendingamar eru þær sem voru notaðar af viðkomandi fyrir- lesurum. Þýðingar íðorðasafns lækna fylgja með eða aðrar tilögur eftir því sem við á. að mappa út að treisera abstrakt affinítet alarmerandi analýsa apparatið að kortleggja að rekja, skrá útdráttur, úrdráttur sækni, samsækni hræðandi greining, efnagreinig tækið 46 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.