Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 53
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 spítala, sendi formanni Orðanefndar stutta ritsmíð um íslenskun geðfræðiorða. Pegar eftir var leitað var góðfúslega veitt heimild til birtingar í íðorðapistli. í þetta sinn verða einungis birtir valdir kaflar úr bréfi Karls, en síðar verður hugað að einstökum fræði- orðum. Kaflarnir eru aðgreindir með fyrirsögnum frá undirrituðum og nokkur orð feitletruð, með þeirri frómu ósk að efninu hafi ekki verið spillt. Upphafiö „ Upphaf þessa máls er það, að fyrir rúmlega þrjá- tíu árum kom það átakanlega í Ijós við ritun bókar á erlendri grund á íslensku, hversufátt var íslenskra orða til tjáningar geðlegra viðfangsefna. Varð þetta til þess að nokkur nýyrði sköpuðust, auk þess sem þekkt íslensk orð fengu hlutverk til nota í rœðu og riti um ofannefnt efni. Við störf heima á Islandi síðar urðu til hugtakaheiti á íslensku til úrbóta í samskonar orðafátækt, eða þar sem eldri þýðingar voru óheppilegar. “ Aðferðin „Nýyrðasmíð, þegar þýtt er úr erlendu máli, er vandaverk. Reyna þarf að skilgreina sem gleggst hið erlenda hugtak án þess að áhrif hins erlenda máls spilli þýðingunni en gœta þess þó rnest að íslenska orðið falli vel inn í eðlilegt tungutak og lúti íslenskum málfrœðilögmálum. Ýms nýyrði íslensk, svo sem tölva, bera engan keim erlenda heitisins en hafa unnið sér fastan sess í tungunni, gömlu heiti síma var breytt í sími og er nú rótgróið, svo dœmi séu nefnd. Spurning er hvort ekki œtti oftar að taka gömul orð, sem fallin eru úr notkun og flestum gleymd og gefa þeim nýtt hlutverk í nýjum talheimi, án tillits til hverfyrri merking var og hver merking erlenda orðsins er. Fallegt fornyrði vinnur sér furðu fljótt fylgi sé því fylgt vel úr hlaði. “ Myndbirting sjúkdóms „Sumar sjúkdómsmyndir birtast þeim er þetta ritar þannig að eldri þýðing gefur aðra hugmynd en þá er birtist. Hér er sjúkdómsheitið schizophrenia j)ýtt geðrof en ekki geðklofi, einfaldlega afþví að sjúk- dómsmyndin lýsir fremur tvístringi persónuleikans, rofi, sbr. landrof frekar en klofningi. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir, en hver maður verður að tjá eftir bestu getu það sem honum birtist og er það gert hér. “ Gagnrýni „Sum nýyrði eða nýnotkun orða er gagnrýnd, stundum af misskilningi, stundum af vankunnáttu eða þröngsýni. Þeim er þetta ritar hefir œtíð verið óljúft að auka sálmeiðsli vandamanna þeirra, sem fyrirfara sér, með heitinu sjálfsmorð, þarsem morð- hugtakið hefir sérstaklega ógeðfellda mynd í hugum flestra. í stað þessa hefi ég nefnt fyrirbœrið sjálfs- víg, sem þegar hefir náð nokkurri fótfestu í málinu. Hefur þessu nýja heiti verið mótmœlt af talsverðum tilfinningahita bœði í blaði og á öldum Ijósvakans af fróðleiksmönnum í tjáningu málsins. “ FL 1993; 11(10); 9 Smásjá - örsjá Undirritaður var að fletta í gömlum árgöngum Læknablaðsins þegar hann rakst á pistil eftir Guðmund Hannesson, eins konar fréttir úr erlendum læknablöðum, þar sem rætt var um smásjá, örsjá og „elektronasmásjá". I framhaldi af nýlegri umfjöllun undirritaðs um þessi orð (FL 1993;11:6) skulu nú birtar nokkrar glefsur úr samantekt Guðmundar. „Þegar smásjáin fannst, opnaðist nýr heimur fyrir lœknum og náttúrufrœðingum, og allir vita hve fjölbreyttur ogþýðingarmikill hann var. Smám saman varð smásjáin svo fullkomin, sem eðli Ijósbylgjanna leyfði og varð ekki annað sýnna en að aldrei kæmist sjón manna lengra. Það leið þó ekki á löngu til þess að gerð var örsjá (ultra mikroskop) og mátti þá sjá hluti, sem voru ekki sýnilegir í beztu smásjám, þótt myndin vœri ekki allskostar glögg. “ „Þá vildi það til fyrir nokkrum árum, að alger- lega ný smásjá fannst: elektronasmásjáin. Við hana er ekki notað Ijós og Ijósbrjótar, heldur elektrona- straumar eða geislar, sem beygja má á líkan hátt og Ijósgeisla, þótt engir Ijósbrjótar séu notaðir. Sést þá myndin á „fluorescerandi" fleti. Talið er ekki örvœnt að slíkar huliðssjár geti stœkkað 200.000 sinnum. “ (Læknablaðið 1942;28:79-80) Pað kom undirrituðum á óvart að þarna skyldi orðið örsjá vera notað um annað en rafeindasmá- sjána. Honum er ekki heldur fyllilega ljóst hverrar gerðar umrædd örsjá hefur verið. Ef til vill er þó verið að vísa til þess að allra fyrstu smásjárnar höfðu einfalt kerfi sjónglerja (E. simple microscope), og voru því nánast ekki annað en öflugt stækkunargler. Samsetta smásjáin (E. compound microscope), en af þeirri gerð eru allar síðari tíma smásjár, hefur hins vegar að minnsta kosti tvö kerfi sjónglerja, annars vegar svonefnd viðfángsgler (objective lens), næst því sem skoðað er (viðfangsefninu), og hins vegar augngler (ocular lens eða eyepiece), næst auga skoðandans. í ljós kemur að íðorðasafn lækna notar heitið fjargler til þýðingar á objective. Það Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.