Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 62
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Skor, kóði, gráða, stigun I SÍÐASTA PISTLI VAR FJALLAÐ UM HEITIN skor og kóða. Stungið var upp á að skor yrði notað um þær niðurstöður sérstakrar talningar eða stigagjafar, sem táknaðar eru með enska heitinu score, og að heitið kóði skyldi notað um tákn og táknakerfi (code) lil skráningar sjúkdómsgreininga. Skor Tekið var dæmi um nýyrðið áverkaskor sem notað skyldi um niðurstöður mats á áverkum slasaðra manna (injuries severity score). Heitið score kemur einnig fyrir í fæðingarfræði og nýburalækningum. Vissir þættir í líkamsstarfsemi nýbura á fyrstu mínút- um lífs þeirra, hjartsláttur, öndun, vöðvaspenna, svör- un við áreiti og húðlitur, eru metnir til stigagjafar eftir aðferð sem kennd er við svæfingalækninn Virginíu Apgar (1909-1974). Töluleg niðurstaða úr slíkri stiga- gjöf er nefnd Apgar-score. Gildi eru á bilinu 0-10 og gefa hærri tölurnar til kynna meiri lífsþrótt. Á ís- lensku má tala um Apgar-skor, nýburaskor eða lífs- þróttarskor. Styttri heiti væru þó vel þegin. í tölfræði koma fyrir heitin raw score, sem nefna má hráskor, og standard score, sem nefna má staðalskor. Rétt er að ítreka að tillaga undirritaðs gerir ráð fyrir að skor sé hér haft í hvorugkyni, það skorið. Kóði Af erlendum heitum, sem notuð eru um sjúkdóma- kóða, má nefna discase code, morbidity code, mor- phology code og mortality code, sem í beinni þýð- ingu verða sjúkdóms- eða sjúkdómakóði, sjúkleika- kóði, formgerðar- eða meingerðarlcóði og loks dátnar- eða dánarmeinakóði. í erfðafræði er talað um genetic code og er þá verið að tákna þær upplýsingar sem kjarnsýra frumunnar ber, ýmist það láknkerfi þriggja núkleótíða sem ræður amínósýrusamsetningu prótína, eða erfðaupplýsingarnar í heild. I Iðorða- safni lækna er heitið genetic code þýtt með íslenska heitinu erfðalykill og skal síst amast við því. Erfða- kóði eða genakóði virðast í fljótu bragði hafa fátt til síns ágætis. Gráða Nafnorðið grade og sögnina to grade er ekki að finna í Iðorðasafni lækna. Engu að síður eru þetta mikilvæg hugtök í krabbameinsfræðum. Við vefjarannsókn á krabbameinum er það oft regla að meta æxlisfrum- urnar með tilliti til útlits þeirra og líkingar við eðli- legar frumur af sama vefjauppruna. Slík aðgerð nefn- ist á ensku grading og er hverju æxli þá skipað á eitt af þremur til fjórum stigum mismunandi útlits, grade I, II, III eða IV. Pað virðist liggja beint við að nefna þetta gráður eitt til fjögur og aðgerðina gráðun. Enska nafnorðið grade er talið komið úr latínu þar sem gradus merkir þrep eða skref. Þaö er meðal ann- ars notað um tilgreind stig íferli breytinga og stig eða stöðu á ákveðnum mœlikvarða. Þannig ber einnig að skilja notkun heitisins við mat á útlili krabbameins- frumna. Gráðurnar fjórar tákna mismunandi stig út- litsbreytinga hjá illkynja æxlisfrumum, þannig að á hæstu gráðu eru krabbmein með mjög afbrigðilegum og óþroskuðum frumum, sem að öðru jöfnu hafa hvað verstar horfur. Krabbameinsmeðferð tekur oft mið af slíkri gráðun. Stlgun I krabbameinsfræðum koma einnig fyrir hugtökin stage og staging. íðorðasafn lækna þýðir nafnorðið stage með íslensku orðunum þrep og stig. I öðrum orðabókum má finna enn fleiri þýðingar: svið, leik- svið, pall, vinnupall, viðkomustað o.fl. Það virðist hins vegar komin á það nokkur hefð að tala um stig og stigun krabbameina. Stig krabbameinsvaxtar miðast við útbreiðslu meinsins frá upprunastað sínum, til dæmis þannig að fyrsta stigs æxli sé bundið við upp- runavef, svo sem slímhúð, að annars stigs æxli sé vaxið djúpt inn í líffærið, þriðja stigs æxli sé vaxið út úr líf- færinu og að fjórða stigs æxli hafi sent frá sér mein- vörp. Nokkur mismunandi stigakerfi eru þó í notkun og stigin því táknuð með kóða á ýmsa vegu, til dæmis: A-D, 0-IV eða T0-T4,N0-3,M0-2, og verða þau kerfi ekki rakin hér. Stigun er hins vegar sú aðgerð að kanna og tákna útbreiðslu illkynja œxlis með kóða samkvœmt tilgreindu kerfi. Nauðsynlegt er að ofangreind hugtök: skor, gráða, gráðun, stig og stigun verði tekin inn í íð- orðasafnið. Lbl 1994; 80: 257 62 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.