Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 74
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 íslensku þýðinganna á fræðiheitunum flutter og fibrillation. Hvorugt er að finna í Islenskum læknis- fræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954. í A- hefti Iðorðasafns lækna, sem kom út í júlí 1986, er atrial fibrillation þýtt með heitinu gáttatitringur og atrial flutter er þar nefnt gáttaflökt. í V-heftinu, sem kom út í júlí 1989, er ventricular fibrillation nefnt sleglatitringur, en bætt hefur verið við heitinu slegla- tif Ventricular flutter er nefnt sleglaflökt. Samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er íslenska nafnorðið tif notað um smágerðar og snöggar hreyfmgar, svo sem tif í klukku. I Islenskri orðabók Menningarsjóðs er tif útskýrt á tvo vegu: 1. hröð og tíð hreyfmg, 2. lágt og títt ganghljóð: tif í klukku. Flestum mun víst finn- ast að þessar skýringar gefi til kynna að tif sé hröð og reglubundin hreyfing. íslenska orðið flökt gefur hins vegar til kynna hvikulleika eða óstöðugleika, samanber flöktandi kertaljós. Pað hefur sennilega orðið fyrir valinu vegna hljóðlíkingar við enska orðið flutter. Örverur og sýklar Sýkill er örvera (microbe, micro- organism), örsmá lífvera sem sýkt getur lifandi verur og valdið sjúklegum breytingum í vefjum þeirra. Helstu flokkar sýkla eru bakteríur (bacteria), sveppir (fungi) og frumdýr (protozoa). Pó að heilið microbe hafi eingöngu verið ætlað þeim lífverum sem sjást í smásjá, þá fjallar sýklafræðin einnig um veirur (viruses), sem eru of smáar til að sjást í Ijóssmásjá, og orma (helminths), sem vel sjást með berum augum. Sýklar og sníklar Rétt er að ítreka það að sýklar eru allar þær örverur sem geta sýkt og valdið sjúklegum breytingum hjá öðrum lífverum. Heitið er ekki takmarkað við bakt- eríur. Rotverur (saphrophytes) nefnast þær örverur sem lifa í rotnandi lífrænu efni, en sníklar (parasites) þær sem lifa á öðrum lifandi verum og fá næringu frá þeim. Merking heitisins sníkill í læknisfræðilegu sam- hengi er þó núorðið gjarnan þrengri og vísar þá eingöngu í þau frumdýr og orma sem sýkja menn. Mikilvægur flokkur örvera (commensal micro- organisms) lifir hins vegar sníkjulífi á manninum án þess að valda sjúkdómi eða sjúklegum breyting- um. Þær mætti nú kalla gistiverur. Með hljóðlík- ingu við heitið sníkill gæti gistivera einnig heitið gistill. Ymsar gistiverur valda þó sjúklegum breyt- ingum þegar sýklavarnir líkamans bila eða þegar þær komast inn í vefi gegnum rofið yfirborð. Slíkar verur nefnir íðorðasafnið tækifærissýkla. Titur og tif Undirrituðum líst ekki á þá hugmynd að heitunum verði snúið við, þó hann sé sammála Þorkeli um það að nafnorðið tif sé ekki heppilegt til að lýsa fibril- lation í hjartavöðva. Óregluhreyfingin er meira í ætt við titring en tif. Því kom fram sú hugmynd að nota megi heitið titur um þetta fyrirbæri. Það er hvorug- kynsnafnorð og finnst í Orðabók Menningarsjóðs í samsetningunni augnatitur: augnatitringur. I íð- orðasafni lækna er titur notað í tveimur samsettum orðum, annars vegar titurvilla, delirium tremens, og hins vegar titurrafrit, vibrocardiogram. í báðum til- vikum má líta svo á að titur sé styttingarmynd orðsins titringur, sem á í raun vel við um fibrillation. Þrátt fyrir að hafa síðan lagst undir feld með allar tiltækar orðabækur tókst ekki að finna betra heiti en flökt til að tákna flutter. Ef til vill er ekki nauðsynlegt að breyta. Gaman væri nú að fá að heyra skoðanir og til- lögur lesenda, ef einhverjar eru. Lbl 1995; 81:679 Sýklaheiti Heiti ýmissa sýkla hafa verið þýdd á íslensku og hljóma dável. Nefna má keðjuhnettlu fyrir Strepto- coccus, klasahnettlu fyrir Staphylococcus, bogsýkil fyrir Campylobacter, snœldugeril fyrir Clostridium og veiru fyrir virus. Flest íslensku sýklaheitin eiga þó erfitt upp- dráttar. Sum sýnast hjákátleg, svo sem blóðfíkill fyrir Hemophilus og iðrakeðjusýkill fyrir Entero- coccus, en önnur óhæfilega stirðleg, svo sem lungnabólgustafsýkill fyrir Klebsiella pneumoniae. Enn fremur má segja að nákvæmni skorti þegar almennt lýsandi heiti kemur í stað fræðilegs nafns, sem á að vera einhlítt. Heitið bactcrium (ft. bacteria) er myndað af gríska orðinu baktron sem merkir stafur. íðorða- safnið gefur íslensku heitin baktería, sem er kven- kynsorð, og gerill, sem er karlkynsorð. Heitið gerill vísar til þess að flestar bakteríur geta gerjað, sundrað vissum lífrænum efnasamböndum og breytt þeim í einfaldari efni. Gerjunarhæfni bakt- ería er nú notuð við bakteríurannsóknir til að að- greina tegundir þeirra. Gerill er þó gagnslítið heiti annars staðar en á rannsókastofum, enda nota flestir læknar nú heitið baktcría í daglegu starfi. Sýklar eru mjög margir og tegundum þeirra virðist stöðugt fjölga. Stöðugt er unnið að grunn- rannsóknum á sýklum og sú vitneskja sem fæst leiðir stundum til þess að viðtekin flokkun breytist eða að skipta verður um nöfn á ákveðnum tegund- 70 74 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.