Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 84
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Upphafsferill Ferli Tourette heilkennis er lýst þannig að einkennin komi fyrst fram á barnsaldri, oftast sem ósjálfráðir kippir í andlitsvöðvum eða grettur af ýmsu tagi, hreyfikækir. Á þessu stigi eru hreyfingarnar ekki mjög áberandi og gjarnan túlkaðar sem ávani eða kækur. Síðan verða kippir fjölbreyttari og geta breiðst til axla og handleggja, auk þess að fram koma einnig hljóðkækir, svo sem ræskingar, nefhljóð og stunur, sem geta í sumum tilvikum þróast yfir í eftir- öpun eða bergmálstal (echolalia) og grófmæli eða dónatal (coprolalia). Þá getur fylgt ýmis konar áráttuhegðun eða þráhyggja og ennfremur geta ein- kennin aukist eða dvínað um tíma. Allt er þetta talið óviðráðanlegt, þó að oft megi með vilja draga úr eða fresta hreyfingum og hljóðum í stuttan tíma. Talið er að orsakir sjúkdómsins séu líkamlegar, sennilega lífefnafræðilegar og nýjustu rannsóknir staðfesta það, sem Tourette benti á í upphafi, að erfðir skipti máli, þó ekki sé enn samkomulag um erfðamynstrið, ríkjandi, hálf-ríkjandi eða hálf- víkjandi. Amerísku geðlæknasamtökin krefjast þess að fjölþætt hreyfi- og hljóðeinkenni hafi verið til staðar lengur en eitt ár hjá barni á aldrinum 2ja til 15 ára, áður en því sé slegið föstu að um Tour- ette heilkenni sé að ræða. Hvað á að kalla fyrirbæriö? Auðveldasta leiðin er sú að kenna það áfram við franska lækninn og tala um Tourette (borið fram: túrett) hcilkcnni eða sjúkdóm. Betra væri þó að finna alíslenskt heiti sem væri að einhverju leyti gegnsætt og gæfi þannig eitthvað til kynna um sjúk- dóminn. Hugsanlega má búa til samsett heiti, svo sem kækja-, kippa- eða takta-, -sjúkdómur, -vciki, -kvilli eða -röskun. Gaman væri nú að fá einhverjar hugmyndir eða tillögur frá lesendum. Lbl 1996; 82: 599 Heilkenni Tourettes (framhald) Glöggur lesandi hringdi og spurði _______ hvort ekki væri réttara að nota sam- setninguna heilkenni Tourettes heldur en Tourette heilkenni, sem undirritaður hefur notað í tveimur síðustu pistlum. Því er til að svara að í 72. pistli var skýrt frá þeirri reglu Orðanefndar að nafnheiti (eponym) verði framvegis skráð í íðorðasafnið til jafns við önnur samheiti, en þá þannig að fyrst komi nafn þess, sem fyrirbærið er kennt við, með réttum erlendum rithætti, þá eignar- falls-„s“ og loks kerfisheitið, svo sem heilkenni eða sjúkdómur. Þó yrði eignarfalls-„s“-i sleppt þegar rík hefð væri fyrir slíku. í samræmi við þessa meginreglu og undantekn- inguna hefur undirritaður því skrifað Tourette hcilkenni, þar sem honurn fannst heitið oftast koma þannig fyrir í tiltækum erlendum gögnum. Með skráningarreglunni er hins vegar ekki verið að taka afstöðu til þess hvað er rétt og hvað er rangt, heldur er verið að gæta þess að hin erlendu nöfn finnist auðveldlega á sínum stað í stafrófsröð íðorðasafnsins. Líklegt er að rétt sé, samkvæmt íslenskri málvenju, að fyrst komi mannsnafnið, þá eignarfalls-„s“ og loks kerfisheitið, og að heitið sé eitt samsetl orð en ekki tvö. Ritað verði þá Tour- ettesheilkenni alveg eins og Ásgrímssafn og Jóns- hús. Baldur Jónsson, forstöðumaður íslenskrar mál- stöðvar, var spurður álits og taldi hann enga fasta reglu gilda um meðferð erlendra heita. Sjálfur sagðist hann heldur amast við eignarfalls-„s“-inu og fremur kjósa tengistrik, og myndi því rita Tour- ette-heilkenni. Hvað sem þessu líður er það sjálf- sagt gott stílbragð að nota einnig öðru hvoru sam- setninguna heilkenni Tourettes. Kækir, kippir, taktar Umræðan um Tourette heilkenni hófst með beiðni formanns íslensku Tourette samtakanna um að tekin yrðu til umræðu nokkur heiti sem tengjast heilkenn- inu. Brýnasta verkefnið sagði formaðurinn vera að finna íslenskt heiti á þær sérstöku hreyfitruflanir sem á frönsku nefnast tic. Þær hafa verið nefndar kækir, en þar sem kækir eru bæði taldir ávanafyrirbæri og viðráðanlegir (en tic hvorugt) finnst meðlimum sam- takanna það heiti ekki gefa rétta mynd af fyrirbærinu. Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri, hafði aðspurður komið með þá hug- mynd að hreyfingarnar mætti nefna takta. Undir- ritaður leggst gegn því með þeirri röksemd að takt- ur sé samheiti við kæk og sé fyrst og fremst notað um sérviskulega tilburði í fasi eða framgöngu. í síðasta pistli kom fram að starfshópur Orða- nefndar hefði þegar tekið upp íslenska heitið kippur fyrir franska orðið tic. Heitið kippur er hlutlaust og hefur ekki fengið neina dýpri merkingu eins og heitið kækur virðist hafa gert. Þannig má tala um hrcyfikippi, svo sem andlitskippi, axlakippi og útlimakippi, eða hljóðkippi, svo sem rœskingar, nefhljóð og stunur. Vonandi geta þessi heiti komið að tilætluðum notum og náð að festast í málinu. 84 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.