Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 101
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 mennar vinsældir, þó að hugmyndum hans um efnafræðilega byggingu grunnefnisins væri fljótt hafnað. í frönskum textum frá þeim tíma má einn- ig finna stafsetninguna protéine og í þýskum textum protei'n. Hin mikla almenna orðabók Websters gefur stafsetninguna protein og tvo möguleika í enskum framburði: „prótín" eða „próteín“, og svo má skilja að sá fyrri sé algengari. íslenska umritunin prótín byggir á þessum fyrrnefnda framburði. Undirrituðum finnst það mun skárri kostur en hinn. Þriðji möguleikinn er sá að bera stafina ei fram sem tvíhljóð (með „ei“- hljóði). Islenska heitið eggjahvítuefni hefur lengi verið í notkun, en er óþjált og hugnast ekki öllum. Gaman væri að heyra skoðanir lesenda á þessum málum. Apoptosis Umræður við hádegisverðarborðið í matstofum spítal- anna eru oft fjörugar og fyrirfram er aldrei að hægt vita hvaða stefnu þær taka. Rætt er um úrlausnir á vandamálum sjúklinga, almenn læknisfræðileg efni, starfsemi á sjúkradeildum, vísindalegar rannsóknir, persónuleg áhugamál, stjórnmál, menningarmál og ávirðingar náungans, eins og gengur. Nærvera undir- ritaðs vekur stundum upp umræðu um íðorð og er það oftast vel þegið, bæði að fá fram óskir um aðstoð við myndun nýrra heita, ábendingar og gagnrýni vegna eldri heita eða nýjar tillögur og hugmyndir. Sigurður V. Sigurjónsson, röntgenlæknir, er víðlesinn í raunvísindum og huglægum fræðum og hefur að auki frjóan huga. Hann velti upp hugtak- inu apoptosis urn leið og hann eitt sinn mundaði gaffalinn yfir hrokuðum diski. í huga hans hefur sjálfsagt verið fullvissa um að ekki yrði horfellir þann daginn og fram kom tillaga að íslenska heit- inu frumufellir. Fræðiheitið apoptosis finnst ekki í íðorðasafni lækna, enda nýtt af nálinni. Uppruninn er úr grísku þar sem forskeytið apo- (stytt í ap- á undan sérhljóða) getur haft nokkrar merkingar: af frá, aðskilinn frá, leiddur af í burtu frá, en optosis (ritvilla, sjá næsta pistil) táknar fall eða það að falla. í læknisfræðiorðabók Stedmans er apoptosis lýst þannig að um sé að ræða úrfellingu stakra og dreifðra frumna úr vef niðurbrot þeirra og upp- töku í átfrumur. Þarna er vísað í frumudauða í heilbrigðum vef, án ytri orsaka, og því gjarnan bætt við í fræðilegum skilgreiningum að frumu- dauðinn sé þegar ráðgerður eða „forritaður“ (pro- grammed cell death). Undirrituðum lýst vel á tillögu Sigurðar. Nafn- orðið fellir hefur að vísu verið notað um efni sem valda kekkjun eða útfellingu, agglutinin og pre- cipitant, en Orðabók Máls og menningar leyfir tvær merkingar: 1. hungur- eða hordauði; 2. sá sem fellir. Þá eru fjárfellir og horfellir gömul í málinu, notuð um dauða búpenings af völdum sjúkdóms eða fæðuskorts. Lbl 1998; 84: 330 Evidence based medicine I 98. PISTLI VAR FJALLAÐ UM UM HEITIÐ evidence based niedicine og gert ráð fyrir framhaldi í næsta pistli þar á eftir. Af ýmsum ástæðum tókst það ekki, en nú skal haldið áfram þar sem frá var horfið. Tölvuleit í greinsöfnum læknisfræðinnar leiddi fljótt í ljós að heitið er nýlegt og mjög í tísku um þessar mundir. An teljandi fyrirhafnar fundust fræðigreinar á sviðum geðlækninga, heimilislækn- inga, hitabeltissjúkdóma, hjartalækninga, kven- sjúkdóma, nýburalækninga, skurðlækninga og sýklafræði. Ekki verður gerð tilraun til þess að rekja sögulegan uppruna heitisins, en oft bar fyrir augu nafn kanadíska læknisins Davids L. Sackett. Skilgreining hans á hugtakinu að baki heitinu lítur þannig út í þýðingu undirritaðs: samviskusamleg, skilmerkileg og yfirveguð notkun á nýjustu og bestu staðreyndum til þess að taka ákvarðanir við umönnun einstakra sjúklinga. Þessi skilgreining vísar til þeirrar aðferðar sem nota beri við grein- ingu sjúkdóma og meðferð sjúkra. Ótvíræð tengsl eru við tiltekna námsaðferð, problem based learn- ing, lausnalcitarnám, sem fjallað var um í 97. pistli. Báðar aðferðirnar fela það í sér að sérhvert klín- ískt tilvik verði skilgreint sem vandamál og að lausnar sé alltaf leitað í sameiginlegum þekkingar- forða læknisfræðinnar. Ahersla er lögð á að sér- hver meðferð verði studd marktækum vitnisburði úr vísindalegum rannsóknum, þannig að gagnsem- in sé fullkomlega sönnuð. A þann hátt verði lækn- ingarnar skilvirkar og ekki byggðar á takmarkaðri persónulegri reynslu. Gagnrýnendur telja hins vegar að með þessari kröfu sé verið að hefta hið klíníska frelsi læknisins og jafnvel að ganga af læknislistinni dauðri. Sjálfvirk rannsóknartæki muni sjá um greiningu, forrit vinni úr upplýsing- unum, tölvur leiti uppi niðurstöður annarra og að „leyfð“ meðferð verði síðan sú ein sem hefur verið vísindalega sönnuð að gagnsemi. Sackett leggur þó áherslu á að hlutverk læknisins sé að sameina sína Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.