Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 111

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 111
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 ventional radiology. Undirritaður stakk upp á heit- inu íhlutunarröntgenfræöi, en láðist að geta einnig um inngripsröntgenfræði, sem Hlédís leggur nú til. Sennilega var undirritaður sáttari við hljómfallið í fyrra heitinu, en bæði koma þau að sjálfsögðu til greina. Lbl 1999; 85:371 Geislafræði, myndgreining Pétur Hannesson, læknir, sendi tölvu- póst vegna umfjöllunar um interventional radiology (sjá 108. og 110. pistil) og vildi vekja athygli á því að orðið röntgenfrœði væri nú orðið úrelt sem heiti á radiology. Hann benti á að notkun röntgengeisla skipaði nú lægri sess í sérgreininni en verið hefði. Aðrar rann- sóknaraðferðir, svo sem ómun (ultrasound) og segulómun (nuclear magnetic resonance) hefðu fengið meira vægi og nú væri sérgreinin gjarnan nefnd niyndgrcining. Geislafræði Um heitin radiologist (geislalæknir) og radiographer (röntgentæknir) var fjallað í 73. pistli (Lbl. 1996; 82: 80). Vakin er athygli á því vegna þeirrar ábendingar Péturs að röntgenlœknar séu nú nefndir myndgrein- ingarlæknar. Heitið er mjög lýsandi, fyrir þá sem til þekkja, og bendir á myndgreininguna sem einn aðal- þáttinn í starfi geislalækna. Það er þó að mati undir- ritaðs of langt, framandi fyrir þá sem ekki til þekkja og kemur því eflaust til með að eiga erfitt uppdráttar hjá almenningi. íslenska heitið, geislalœknir, sem birtist í íð- orðasafni lækna er einnig vissum annmörkum háð. Við fyrstu sýn virðist það vísa til læknis sem læknar með geislum, radiotherapist. Úr því mætti þó bæta með því að taka greiningarþáttinn inn og búa til heitið geislagreiningarlæknir, en þá er aftur komið að óæskilegri lengd. Aðdáendur stjörnustríðsþátt- anna myndu vafalítið gera ráð fyrir að geislalæknir sé sá sem rannsaki sjúklinga og lækni jafnóðum með geislum. Rétt er að geta þess að íðorðasafn lækna nefnir radiotherapist geislunarsérfrœðing. íhlutun íhlutun, inngrip og afskipti eru samheiti og tákna það að höfð eru afskipti af tiltekinni atburðarás. Heit- inu interventional radiology er ætlað að afmarka það svið eða þá grein röntgenlækninga sem beitir ekki aðeins hlutlausum rannsóknum heldur einnig íhlutun og meðferð. Röntgenlæknirinn, sem setur stoðnet í æðar, er ekki lengur hlutlaus rannsakandi, heldur er hann farinn að ástunda eða taka þátt í með- ferð. Það er meðal annars, þegar sótt er inn á ný svið í starfsemi eða fræðigrein, að þörf fyrir ný heiti getur komið upp. Myndgreining Heitið myndgreining lýsir vel þeim þætti í starfi röntgenlæknisins sem felst í því að greina sjúklegar breytingar með myndskoðun. Vafalítið er það einnig mjög gagnlegt til þess að beina athyglinni frá hefð- bundnum röntgenmyndum og að þeirri myndgrein- ingu sem byggir á notkun tölvutækni. Tölvusneið- myndatæknin gerir það meira að segja mögulegt að búa til og greina myndir sem aldrei hafa verið „tekn- ar“. Röntgenlæknirinn er hins vegar ekki einn um að fást við myndgreiningu. Myndræn greining fer einnig fram við skoðun sjúkdómsbreytinga með berum augum eða í smásjá. Myndgreining er reyndar bein þýðing á enska heitinu image ana- lysis og jafnvel tölvur eru farnar að fást við slíkt. Heitið imagc analyser, myndgreinir, vísar til dæmis í tölvubúnað sem getur gert mælingar eða aðrar athuganir á ákveðnum tegundum mynda. Óheppi- legt væri því ef heitið myndgreining væri tekið frá til þess að nota það eingöngu um iðju röntgen- læknisins. Með útbreiðslu stafrænnar myndatöku (digital photography) munu myndvinnsla og myndgreining vafalítið breiðast út til fleiri sviða rannsókna og lækninga. Að lokum má benda á að samsetningin íhlutun- armyndgreining er hvorki sérlega lipur né lýsandi. Serum marker I tölvupósti kom einnig beiðni um að taka enska heitið serum marker til skoðunar. Samhengið var það að hækkun á magni (eða aukin þéttni) tiltekinna efna í sermi gæfi til kynna að vefjaskemmd hefði orðið. Slík efni væru þá nefnd á ensku serum markers of tissue damage. Upphaflega hugmyndin var sú að íslenska heitið yrði sermismerki. ísleifur Ólafsson, læknir, kom þá með tillöguna sermisvísir og er það heiti hér með lagt fram til umræðu. Út frá þeirri hug- mynd má síðan búa til heitin bólguvísir og vefja- skemmdavísir. Lbl 1999; 85:476 111 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.