Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 120

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 120
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 samsetn.: ónœmi, sóttnœmi, tilfinninganœmi. Til gamans má geta þess að elsta heimildin í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans um notkun orðsins ofnæmi er frá 1922, úr bókinni Dulmætti og dultrú, þar sem það virðist koma fyrir í kaflaheiti: Ofskynjun og ofnæmi dáleiddra. Iðorðasafnið notar orðið ofnæmi um enska heitið allergy. Islensk orðabók Máls og menningar gefur tvær skýringar á ofnæmi. 1. það að þola ekki (verða veikur af) að neyta vissra fœðutegunda eða snerta tiltekin efni (ávexti, fiður o.fl.), þola jafnvel ekki nœrvist þeirra án þess að veikjast (t.d. af exemi); 2. finnast e-ð alveg óþolandi. Pessi tilvitnun sýnir annars vegar almenna læknisfræði- lega merkingu orðsins ofnæmi og hins vegar sérstaka (ekki sértæka!) tilfinningalega og næstum spaugilega notkun þess. Sértæka læknisfræðilega merkingin er svo sú sem birtist í Iðorðasafninu: Sjúklegt ástand þar sem afbrigðileg ónœmisvið- brögð við ofnœmisvaka leiða til bólgu eða vefja- skemmda. Þessi lýsing getur átt við um allar tegundir ofnæmisviðbragða, frá bráðaofnæmi (immediate hypersensitivity) til síðkomins of- næmis (delayed hypersensitivity). Heitið hypersensitivity er venjulega notað sem samheiti við allergy, en hefur fengið íslenska heitið ofurnæmi í íðorðasafni lækna. Forliðurinn ofur- hefur sterka áherslu og táknar afar-, feikna-, geysi- eða mjög mikið af einhverju. Vissulega getur slíkt átt vel við um sum þau viðbrögð sem sjást við ofnæmi, en engu að síður finnst undirrituðum að áherslan sé of sterk. Lausir endar Síðar í bréfi sínu segir Þorgeir: „Sé spurt um lausa enda, þá sýnist bráðaofnœmi gera anaphylaxis bœrileg skil, Pví til viðbótar má segja að heitið nnaphyluxis er komið úr grísku, myndað úr forskeytinu ana-, burt frá, og nafnorðinu phylaxis, vörn. Upprunalega var það sett saman til að tákna minnkaða mótstöðu eða þol tilraunadýra gagnvart endurteknum skömmtum af eitri. Löngu síðar kom í ljós að þarna hafði verið um ofnæmisviðbrögð að ræða. Nú er heitið anaphylaxis ýmist notað um bráðaofnæmislost, anaphylactic shock eða stað- bundið bráðaofnœmi, local anaphylaxis, ofnæmis- viðbragð af tegund I. Hneigð merkir tilhneiging, ofnæmi merkir of mikil viðkvæmni gagnvart áhrifum og frá Þorgeiri koma lokaorðin: en ofnœmishneigð, þetta Ijósa orð, þýðir nákvœmlega það sem það þýðir. “ Lbl 2000; 86: 207 Lækningabók handa sjómönnum 1967: „Ofnæmi nefnast annarleg viðbrögð líkamans við ýmsunt efnum eða hlutum, sem líkaminn annars er hlutlaus gagnvart. Ofnæmi getur verið meðfætt eða áunnið. Peim, sem ofnæmir eru, geta hinir eðlilegustu hlutir reynzt lífshættuleg eiturefni. Menn geta haft ofnæmi fyrir alls konar matartegundum, lyfjum, jurtum. dýrum, sýklum, ryki og reyk og jafnvel fyrir hita, kulda og birtu. Alkunnugt er að börn l'á oft úlbrot af eggjum og fiski (,,fiskibólur“). Ýmsir fá astma af hundurn, köttum, hestum og heyi (,,heymæði“). Við penicillin-inndælingu getur sá , sem ofnæmur er fyrir penicillini, fengið hættulegt lost. Ofnæmi birtist í ýmsum myndum, svo sem útbrotum, kláða, eksemi, astma, höfuðverk, hnerrum, niðurgangi, rennsli úr nefi og augum, stundum sem hættulegt lost, er getur valdið meðvitundarleysi og dauða.“ Sameinað sjúkrahús Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykja- víkur hafa verið sameinuð. Leitað var til starfsfólks á sjúkrahúsunum og einhverra fleiri aðila um hugmyndir að nafni á hina nýju stofnun. í fréttasafni á heimasíðu Ríkisspítala má finna lista yfir þær 84 tillögur sem bárust. Spaugfuglar gripu tækifærið (Báknið, Hús Andanna, Landskota- spítalinn, Selskapssjúkrahúsið), ekki síður en aðrir (Háskólasjúkrahús íslands, Háskólaspítalar íslands, Landssjúkrahúsið, Ríkisspítalar). Hug- myndaauðgi tillögusmiða virðast engin takmörk hafa verið sett (Björg, Ból, Fjöl, Hörn, Tögg, Vermir, Vör, Þor, Þöll og Öflga), en úrskurðarnefnd var skipuð og niðurstaða fékkst. I reglugerð Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, nr. 127/2000 frá 2. mars 2000, kemur fram að hin nýja stofnun ber nafnið Landspítali, háskólasjúkrahús. Tillögusafnið fékk að sjálfsögðu einnig umfjöllun spekinganna í matsalnum. Þar sýndist sitt hverjum og varð hin besta skemmtun af. Ein af spurningunum, sem þar komu fram, er tilefnið að umfjöllun á þessum vettvangi: Hvers vegna heitir spítalinn „Landspítali“ en ekki „Landsspítali"? Málfræöi orömyndunar Ýmsir halda því fram að nafnið „Landspítali “ sé ekki rétt myndað og að um villu sé að ræða, „s“-in eigi að vera tvö en ekki eitt. Því er til að svara að þarna er um 121 120 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.