Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 131

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 131
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Dægradvöl V er tekin upp úr Læknablaðinu. Spurt er um höfund og útgáfuár. Dægradvöl V „Af þessu verður ljóst, að þegar læknir hefur lokið sémámi, hefur hann nær helming ævi sinnar mestmegnis fengizt við erlent ritmál og fimmta hluta ævinnar haft lítil skipti af íslenzkri tungu, heldur hugsað, talað og ritað á erlendu máli.“ „Liggur því nærri að ætla, að íslenzk tunga sé í nokkru meiri hættu stödd af völdum lækna en annara mennta- manna, einnig má gera ráð fyrir, að þessi hætta hljóti að vaxa, eftir því sem læknar leggja meiri rækt við fræðigrein sína.“ Bioavailability 130 ÍSLENSK MÁLSTÖÐ FRAMSENDI TÖLVUSKEYTI sem þangað hafði borist. Spurt var um hugtakið bioavailability og íslenskun þess. íðorðasafn lækna veitti ekki úrlausn. Frá enska nafnorðinu bioavailability er aðeins vísað í physiological availability. en þar er heldur ekki íslenskt heiti að finna, aðeins spurningarmerki (?). Fyrirspyrjandi hafði sjálfur nokkrar lausnir á tak- teinum, aðgengi, líffrœðilegt aðgengi, lífaðgengi, lífgengi og ígengi, en líkaði misvel og vildi fá umræðu um þær. Orðhlutaskýringar gefa til kynna að fyrsti hlutinn bio- merki líf- eða líffrœðilegur. Ensk- íslensk orðabók Arnar og Örlygs gefur þýðingar á availability: fáanleiki, það að vera fyrir hendi, tiltœkileiki, og Ensk-íslensk tölvuorðabók Máls og menningar einnig: auðfáanleiki. Hin mikla alfræðiorðabók Websters rekur uppruna til latnesku sagnarinnar valeo (valere) sem getur haft ýmsar merkingar: koma að gagni, vera einhvers virði, vera sterkur, hafa áhrif vera virkur, vera hraustur, verafœr og að sigra. Enska lýsingarorðið available merkir: til reiðu, fyrir hendi, laus, fáanlegur eða tiltœkur. Auðvelt er því að setja saman þá orðskýringu að bioavailability tákni það ástand eða þann eiginleika að vera líffræöilega tiltækur eða fyrir hendi. Orðskýringarnar gefa hins vegar ekki til kynna hvaða hugtak liggur að baki. Leit í læknisfræðiorðabókum leiðir í ljós að heitið bioavailability er notað um það magn eða hlutfall lyfs eða efnis sem tiltœkt verður á verkunarstað, og er þannig markvef (target tissue) eða markfrumum (target cells) lífeðlisfræðilega (andstætt við efnafræðilega) til reiðu. Oft er þó eingöngu verið að vísa í það hundraðshlutfall af gefnum lyfjaskammti sem kemst inn í blóðið og berst með blóðrás til vefja. Spyrja má þá hvort forskeytið bio- sé nauðsynlegt í hinu erlenda heiti? Er ekki nóg að tala um availabilty? Væri ekki heppilegra og nákvæmara að nota orðin blood availability, tissue availability eða ccllular availability um það af lyfinu sem er til reiðu á viðkomandi stað? Aðgengi Nafnorðið aðgengi finnst ekki í íslenskri orðabók Máls og menningar frá 1992, en birtist í tölvuorða- bókinni frá 1999 og í Orðabanka íslenskrar málstöðvar sem þýðing á accessibility. Leit í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans gaf til kynna að orðið hefði komið fram á síðari hluta tuttugustu aldarinnar og fyrst verið notað um aðgengi fatlaðra að byggingum. Litlu eldra er orðið aðgengileiki. Lýsingarorðið aðgengilegur er mun eldra, eða frá miðri nítjándu öld, og má nota um það sem gott er að komast að. Undirritaður fékk að bragði þá hugmynd að viss endaskipti hefðu orðið á hlutunum þegar aðgengi var valið í lyfja- og læknisfræðilegu sam- hengi sem þýðing á availability. Samkvæmt upp- runalegu merkingunni ætti aðgengi lyfs að tákna hversu vel (eða illa) lyfið kemst inn í líkamann eða tiltekna vefi, en ekki hversu mikið af lyfinu er til reiðu. Aðgengi er lipurt orð og sér undirritaður ekki ástæðu til að amast við því. Það er komið í notkun og hefur eignast formlegan sess í lyfjalýsingum sem undirfyrirsögn í köflum um lyfjahvörf. Vera má að þetta heiti geti haft víðari merkingu en að var stefnt, en það misskilst varla í þessu samhengi. Hin heitin lífaðgengi og lífgengi eru síst gegnsærri. Vera má þó að heitið ígengi geti orðið til skilningsauka. Þannig mætti búa til heitið blóð- ígengi eða vefjaígengi, og jafnvel blóðgengi. Öll eru þau styttri og liprari en bioavailability, sem er átta atkvæði. Hugmyndir lesenda eru vel þegnar. Procedure Snemma á síðasta ári barst fyrirspurn frá Shreekrishna Datye, skurðlækni á FSA, um íslenskt heiti á procedure. íðorðasafn lækna tilgreinir tvö heiti, aðferð, lag, og Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs gefur þrjár merkingar, 1. aðferð, framgangur, framgangsmáti. 2. réttarfar. 3. viðteknir starfs- hættir, viðskiptahættir. Ekkert af þessu virtist duga fyrir það sem Shree hafði í huga. Hann var að leita að íslensku heiti til að tákna mismunandi aðgerðir (procedures) sem gerðar væru við sömu skurðaðgerð (operation). Þarna virtist um að ræða flokkunarheiti á skurðstofuverkum, fremur en lýsandi aðgerðar- heiti, því ekki virtist skipta máli hvort aðgerðirnar væru gerðar með einum skurði eða fleirum. Undirritaður leitaði mikið í tiltækum orðabókum, þar á meðal Samheitaorðabókinni, en fann ekki lausn sem líkaði og hefur síðan enga hugljómun fengið. Hafa aðrir læknar fundið lausn fyrir Shree? Dægradvölin Dægradvölin í síðasta pistli fjallaði um klæðnað manna og var úr Heilsufræði, Alþýðubók og skóla- bók, eftir Steingnm Matthíasson, héraðslækni á Akureyri. Bókin var gefin út árið 1914 og fylgdi höfundur henni úr hlaði með þessum orðum: „Það er ósk mín og von, að bók mín opni augu margra landa minna fyrir verðmæti heilsunnar og megi verða alþýðu manna til fróðleiks og jafnvel skemmtunar." Lbl 2000; 87:177 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 41 2001/87 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.