Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 4
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heldur birtir uni leið allt eðli hennar og anda, eins og listamað- urinn sjálfur sér það í einni sýn. Hin margþætta bygging mynd- arinnar í linum og litum lýtur öll einum tilgangi að miðla öðrum þessari persónulegu sýn. Allt umhverfi konunnar, herberg- ið, þar sem hún situr, er gagntekið af anda hennar og athöfn, eins og hluti af iífi hennar og hugsun, þögul athygli við lestur- inn. Linur myndarinnar eru umlykjandi ástúð. Svartur glugginn útilokar allt fyrir utan. Jafn sterk i heildaráhrifum er Barn. Glugginn er sérstakt hugðarefni Þorvalds, ekki birtan að utan, heldur ljósið í hlutunum, hvernig það gefur þeim líf. Myndir hans eru aidrei samræmismyndir í þeim skilningi, að hlutirnir lifi þar hver út af fyrir sig í innbyrðis jafnvægi, heldur eru ])eir samþjappaðir um einn meginkjarna, þar sem falin liggur per- sónuleg sýn listamannsins og áhorfandinn verður að skynja til þess að geta notið myndarinnar. Annar ungur málari, sem gaf sýningunni sterkastan svip, er Gunnlaugur Scheving. Hann birt- ir manninn í umhverfi náttúrunnar i liljóðlátum einfaldleik, djúpri ihugun, lilýrri mildi og mannúðlegum skilningi. Lítil mynd, Við Grindavik, býr yfir undramiklum krafti og sterkum hrein- leik, hlý hús fyrir bláskæru opnu hafi með hvitköldum liimni i baksýn. Myndir Jóhanns Briem, með léttum lausdregnum óaf- mörkuðum linum og gróskuheitum litum, túlka lif og hreyfingu og starf. Börn að leika sér, mynd i sólgulum, rauðum og græn- um lit, sýnir börn í lifandi athöfn, er ganga öll upp í fögnuði þeirrar athafnar. Gunnlaugur Blöndal naut sin ekki á þessari sýningu, eða i hæsta lagi með einni mynd, Model, ekki heldur Agnete og Sveinn Þórarinsson, þó að þau ættu þar nokkrar góð- ar myndir. Útsýni frá Seltjarnarnesi eftir Snorra Arinbjarnarson sýndi i mcðferð ljóssins og einfaldri lirynjandi línanna liæfileika hans frá heztu lilið. Nína Tryggvadóttir, yngst málaranna, sýndi nokkrar myndir, er lýsa góðum hæfileikum til að sjá hið sér- kennilega i hlutunum. Frá Fáskrúðsfirði t. d. sérkennir vel stað- inn. Jón E. Guðmundsson er nýr listamaður, sem vekur á sér athygli. Teikningar Baldvins Björnssonar sýna listrænt auga og létta gamansemi. Myndhöggvaraverk Ásmundar Sveinssonar settu sterkan svip á sýninguna. Hann er stórbrotinn listamaður, gáf- aður, ástriðuheitur, oft máttugur i verkum sinum, og á stunduín til frumlega, frekar grófgerða gamansemi. Ivossinn, Útþrá, Móð- ir jörð, Kona með barn, Arstíðirnar o. fl. eru allt stórbrotin lista- verk með djúpri fegurð. Mörg verk voru á sýningunni eftir Bik- arð Jónsson, nokkur eftir Martein Guðmundsson og Guðmund Ein- arsson. — Sýningin í heild bar gleðilegt vitni um vaxandi þroska og aukna fjölbreytni islenzkrar myndlistar. Kr. E. A.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.