Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 15
Halldór Kiljan Laxness:
Málið.
NOKKRAR ATHUGASEMDIR.
Draugur uppvakinn.
Fyrir fáeinum misserum vakti ég i Tímaritinu athygli
á nokkrum aldönskum orðatiltækjum, sem mjög sækja í
penna manna, einkum lílaðamanna, og var þess einkar hóg-
værlega hvetjandi, að menn reyndu að forðast slíkt van-
gát. En þótt ég yrði til að hefja aftur þessa málhreinsun-
arrellu, sem áður var löngum hið eina inntak íslenzkra
ritdóma, var það mjög móti von minni, að þar með væri
uppvakinn sá draugur, sem tæki til að riða mönnum svo
hatrammlega, sem raun hefur vitnað um sinn. Svo hefur
við brugðið, að menn á sérstökli menningarstigi, sem ó-
þarft er að skilgreina strax, hafa tekið að þeyta málhreins-
unarlúðurinn eins og nokkurs konar lierlúður.
Og samkvæmt fornum lögmálum draugagangs, sem ekki
skyldi þó vera, að ættu dálítið skylt við sum sálfi’æðileg
lögmál!, liefur uppvakningurinn snúizt af hvað mestu of-
forsi gegn þeim, er særði hann fram, svo nú liefur maður
gengið undir manns liönd um skeið, að sanna, að ég sé
sjálfur danskastur Islendinga í rithætti, og, til viðbótar,
ef til vill sá íslendingur, sem frá öllum sjónarmiðum sé
einna lakast fallinn til að rita á þessari tungu. Lengi var
ég fastráðinn í að leggja sjálfur ekki til mála, þvi jákvæð-
ari störf kalla að, en svo má brýna deigt járn að bíti, og
nú hef ég fvrir áeggjan nokkurra vina minna látið til leið-
ast að rekja mínar skoðanir um þessi efni í stuttri grein.