Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 19
TÍMARIT MÁLS OG MENN2NGAR 113 ræður við þá, sem maður hefur grunaða um að yppa knæf- ilvrðum að fólki í dagblöðunum meira af vilja en mætti, í von um að liækka eitthvað í tigninni hjá valdhöfum, t. d. fá betri barnakennarastöðu, skólastjórastöðu eða jafnvel bitling. A síðari árum hefur það þótt einhlítt til vegsauka fyrir unga menn hér á landi, að fara í Ríkisútvarpið eða eitthvert stærri blaðanna og lýsa yfir því undir nafni, að Jósep gamli Stalín í Görðum liafi myrt, helzt með eigin- hendi, einhverja tiltekna halarófu af mönnum, sem liafa má langa eða skanmia ad libitum, eftir því, hvað menn ætla sér hátt í þjóðfélaginu. Að segja, að hann hafi myrt t. d. fimni, gefur aðgang að góðri kennarastöðu við íslenzk- an skóla. Að segja, að hann hafi myrt einhvern enn álit- legri hóp, eða stórkalla eins og Trotzki, veitir pöntun á .sagnfræðiriti fyrir Menningarsjóð íslands o. s. frv. Eins eru lágt settir harnakennarar og piltar nýkomnir frá próf- horði líklegir til að fá að minnsta kosti einhverja lúsa- sportslu hjá hinu opinbera, ef þeir sanna annað hvort á prenti eða í útvarpi, að H. K. L. geti ekki skrifað hækur, kunni ekki íslenzku, fari með lygi, klám og guðlast, eigi orsök á slæmu siðferðisástandi kvenmanna hér í hænum, hafi ekki vit á stjórnmálum á við þá „aumustu allra“ hjá Tímanum o. s. frv. Það er kannski skapgerðarleysi mínu um að kenna, en ég er nú ekki verri maður en svo, að ég óska, að allir þeir menn, ungir eða gamlir, sem halda, að þeir fái stöður, bitling eða skáldalaun, og geti yfirleitt komið sér í mjúkinn á hærri stöðum með því að hrak- vrða mig á prenti, mætti verða að óskum. sínum. Þessar frómu óskir mínar ná einnig til þeirra, sem taka slíka af- stöðu opinherlega gegn ritum mínum samkvæmt tilmæl- um eða beinum fyrirskipunum, með hótunum uni stöðu- missi ella, frá stjórnmálamönnum, sem þeir telja sig und- irgefna. Það er engum vorkunn, sem á málalið að óvin- um, kevpta óvini. Hinum er meiri vorkunn, sem eiga að- eins keypta vini. Og ég veit allt of vel, að þau málhreins- unarskrípalæti, sem hafin eru gegn mér, eru aðeins við- 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.