Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 20
114
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sláttur og yfii-varp, og þegar sagt er „málhreinsun" upp-
liátt, er átt við allt annað undir niðri.
En þegar kemur einlægt og hjartahreint einkabréf frá
sveitamanni, sem ekki er fúll, þótt hann sé kannski dálítið
æstur, og hefur ekkert aukatakmark með skrifum sínum,
þá vil ég tala við liann og svara honum í bróðerni og ein-
lægni. Ritstjóri Tímaritsins hefur fengið mér bréf frá ein-
um félagsmanni okkar, sem að vísu er skrifað undir áhrif-
um af þeirri racketeering, sem haldið hefur verð uppi
gegn verkum mínum undan farið, af ástæðum, sem hafa
verið skilgreindar að nokkru, en samt er mér ekki nema
þökk á því að skýra fvrir slikum manni ýmsa þá liluti úr
vinnustofum okkar rithöfundanna, sem almenningur úl
í frá hefur kannski ekki glöggvað sig á.
„Orðskrípi.“
Mætti ég þá fyrst víkja að orðum þeim, sem bréfritari
okkar nefnir „orðskrípi“ eða „skrípiorð“ — hann tilnefn-
ir í bréfi sínu nokkur slík orð, tekin upp úr Vopnum kvödd-
um, t. d. Amrika, spásséra, sosum, — einstök dæmi skipta
hér ekki miklu máli. Það sem máli skiptir er þetta: í aug-
um rithöfundar eru ekki til önnur orðskrípi en þau, sem
fara illa í tilteknu sambandi — og það er yfirleitt ekki
liægt að verða rithöfundur, fyrr en maður er vaxinn upp
úr þeirri hugmynd, að til séu orðskrípi. Ekkert orð er
skrípi, ef það stendur á réttum stað. Það eru aðeins til
rithöfundar misjafnlega háttvísir i orðavali. Beri orð i
sér liinn rétta lit, sem til þarf að fullkomna geðblæ setn-
ingar í skáldriti, — ef það er eina orðið, sem fær léð grein-
inni þennan blæ að hundrað hundruðustu, þá er það hið
eina rétta orð — jafnvel þótt það heiti „tildragelsi“, „pípi“
eða „bumbulpe“, sem Þórbergur Þórðarson notar á sér-
stökum stöðum. Það er ekki þar með sagt, að slíkt orð sé
eða eigi að vera almennt mál, það miðlar kannski í eitt
einstakt skipti, eða fáein tiltekin skipti í einni bók, nákvæm-
lega því, sem það á að miðla, og ekkert orð getur miðlað