Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 33
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
127
legir til að prenta bækur y-laust), og af hollustu við van-
ann, en er þó alltaf i grundvallaratriðum. andstæður notk-
un stafsins y, lít á hann sem einskært málfræðiteikn, sem
eigi ekki heima í skriftinni.
Ég er sem sagt með öllu andstæður þeirri skólastafsetn-
ingu, sem nú er löggilt og opinber hér á landi, álít hana
hyggjast á röngum grundvallaratriðum og misskilningi
á þvi, hvað tungan sé og til livers hún sé. Ég álít réttritun,
sem hefur upprunaskýringu orða að höfuðtakmarki, fjar-
stæðu eina, og jafnvel enn meiri fjarstæðu en hljóðfræði-
lega stafsetningu, sem vill gera framburðinn að einkareglu.
Ég hneigist að hagfelldri stafsetningu, sem ákvarðast í
fvrsta lagi af framburði liins lifandi máls, eins og það
þvkir fegurst talað, en hefur jafnframt hliðsjón, hæði af
orða-uppruna og venju, samt svo, að það sé ráðandi megin-
atriði, að þar sem vaninn hvggir hvorki á viti, hagkvæmni
né annarri nauðsyn, sé stuðlað til þess, að liann fái hægt
andlát, — ég mundi leggja til, að menn knepruðu við sig
y-notkunina i öllum y-orðum, nema hinum algengustu
(eins og t. d. fijrir og yfir), i millibilsástandinu, unz þetta
dauða teikn er alhorfið.
Um þetta stafsetningarsjónarmið hef ég að haki mér
skoðanir fjölmargra útlendra málvísindamanna, og það
sem mestu máli skiptir: heztu málfræðinga islenzka frá
Sveinhirni Egilssvni til Björns M. Ölsens og Jóns Ilelga-
sonar.*
Ég vildi mega nota tækifærið til að rifja hér upp orð,
eins og þau, sem Sveinbjörn Egilsson hefur í hréfi til Jóns
forseta, í fullu samræmi við Rask, að „framburður sé aðal-
grundvöllur réttritunar“ og maður verði aðeins „hér og
livar að líafa hliðsjón af orðauppruna“, en þó einkum
nokkrar atlnigasemdir Björns M. Ólsens, sem mér hefur,
frá því ég tók fyrst að kynna mér stafsetningarmál, fund-
* Rit um þessi efni og skyld hefur Jón Helgason liaft i sniíS-
um fyrir Mál og menningu á undanförnum árum, en handrit
ekki komizt heim hingað sakir styrjaldarástandsins.