Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Qupperneq 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
129
ingarþræla, í versta'falli mállausa menn. Maður þarf ekki
annað en lesa ritgerðir eftir unga skólamenn til að sann-
færast um þessa eymd. Það er rexað árum saman i ung-
lingum skólanna út af y og z, tvöföldum samhljóða og
kommusetningu í stað raunhæfrar, lífrænnar ástundunar
á auðæfum tungunnar, enda árangurinn sá, að menn út-
skiúfast ósendibréfsfærir vegna orðfæðar úr skólum þess-
um, óhæfir til að láta í ljós hugsanir sínar svo mynd sé
á i rituðu máli, hrokafullir reglugikkir, sem hera lítið
skynbragð á stíl og mál i sannri merkingu þeirra orða,
ver settir eftir áratugsnám í málinu en maður, sem hefur
farið i kaupavinnu sumarlangt. Það er mjög athyglisvert
að stafsetningar-reglingurinn og orðfæðarstefnan leiðast
undir arma.
Að því er snertir orðfæðarstefnuna, held ég því fram,
að þeir menn, sem hefja menntabrautina á þvi að lesa
„Litla gula liænan fann fræ, það var lítið fræ“, standi ver
að vígi um mál og menningu í framtíðinni en hinir, sem
byrjuðu að stauta sig fram úr fvrstu setningu Munsters-
hugleiðinga, „önd min er þreytt — hvar má hún finna
hvíld“, eða „fsland farsældafrón“ í Fjölni, jafnvel þótt
Jónas Hallgrimsson sé af aflurréttingum talinn rangstafa
„ástkæra, ylhýra málið“. Ný orð, ókunn, jafnvel óaðgengi-
leg efni, framandi hugblær á hók — allt slíkt vekur for-
vitni barnsins, eggjar það til að hrjóta heilann og krefj-
ast útskýringa, en jafnvel þær skýringar, sem eru því tor-
skildar, miðla nýjum hugmyndum, opna fyrir nýjum út-
sýnum, oft í margar áttir i senn; og þetta er leiðin tií
menntunar. Með því að sniða mál hókar við ímyndað lág-
mark barnslegs orðaforða og hugmynda, er hafin kerfis-
hundin og vísvitandi forheimskun harna, og er orðfæðar-
stefna harnahókanna og „idíótiséring“ efnis þeirra þannig
bein tilraun til að valda andlegri úrkynjun í landinu. f stað
þess að veita barninu af hinni lifandi auðlegð tungunnar,
jafnótt og það vex, er síðan tekið til að stagla í það stein-
runnum stafsetningarkreddum „hálflærðra skussa“, sem
9