Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Síða 64
158
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sínum og vér vorum sakaðir um að vera rússensku sósíal-
istunum, — þegar vér horfðum að lokum uppá allt þetta,
þá hrópuðum vér í hjörtum vorum orð meistarans milda:
Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! Þér
lireinsið bikarinn og' diskinn að utan, en að innan eruð þér
fullir ráns og óhófs.
III.
Haustið 1938 las ég i dönsku hlaði, annaðlivort Politiken
eða Berlingske Aflenavis, samtal við Mannerheim mar-
skálk. Nokkur hluti samtalsins var um Rússland og andaði
þaðan naprasta fjandskap til holsevíkanna og hins sósíal-
istiska þjóðskipulags. Marskálkurinn sagði þar meðal ann-
arra álíka gáfulegra orða: Rússland stendur á leirfótum og
hrynur saman undireins og það lendir í styrjöld.
Þessar hugmyndir Mannerheims vorn enginn nýr vís-
dómur, sem liann liafði nppgötvað. Þær voru aðeins gömul
tugga, sem þér og ílialdsmenn og sósialdemókratar allra
landa liafið verið að dreifa út meðal þjóðanna. Þessar hug-
smíðir vðar liafa verið klæddar í búning, sem tekur sig
nokkurnveginn þannig út á pappírnum:
Rússlandi er stjórnað af einræðisherra, hinum illa skálki
Jósef Stalin, sem hefur um sig dálitla kliku grimmra og
ofstækisfullra kommúnista. Þessi asiatiski ofbeldisþjarkur
stjórnar með aðstoð klikunnar landinu fyrir hagsmuni
sjálfs sín og' gæðinga sinna. Hann hefur drepið af sér alla
fyrri samlierja sína, hina gömlu og góðu kommúnista, til
þess að geta óáreittur svikið sósíalismann og innleitt Stal-
inisma(!) Þannig hefur hann læst rússnesku þjóðina í hina
grimmustu kúgunarfjötra, hefur svipt hana öllu persónu-
frelsi og leitt yfir liana örhirgð, arðrán og stéttamun, sem
eru ennþá gífurlegri en í auðvaldslöndunum. Þessvegna
hatar rússneska þjóðin Stalín og klíku hans og gerir bylt-
ingu og útþurkar hvorttveggja undireins og Rússland
lendir í styrjöld. Þá fyrst kemur hinn rétti sósíalismi í
Rússlandi, segja kratarnir. En ihaldsmenn vona, að uppaf