Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
159
gröfum lúns grimma Stalínisma vaxi nýr zarismi eða naz-
ismi. Þannig hafa hugmyndir yðar um þjóðfélagsmál
Sovétríkjanna í nútíð og framtíð speglazt í blöðum yðar
og ræðum og ritum.
Þér voruð ekki heldur í miklum vanda staddir með
að mynda yður furðu einarða lífsspeki um her Rússa. Húii
var svona:
Rússar eru ung iðnaðarþjóð og kunna því litt með vélar
að fara. (Nokkrir fullyrtu við mig, að þeir væru svo frum-
stæðir, að þeir gætu ekki lært það.) Þessvegna er iðnaður
þeirra lélegur. Þar af leiðir, að her þeirra er illa útbúinn,
flugher þeirra slæmur (hvað sagði ekki Lindberg), tankar
þeirra illa gerðir (reyndust ver á Spáni en þeir ítölsku),
hermennirnir óupplýstir og fákunnandi og herstjórnin lé-
leg (búið að drepa alla beztu herforingjana). Auk þess eru
Rússar svo mikil gauð, að þeir duga ekkert i orustum. Þeir
hafa alltaf beðið ósigur. Nú eru þeir „skíthræddir við
Þjóðverja“. (Einn af sérfræðingum mínum og margir
aðrir.) Og einn af spámönnum yðar lýsti yfir því í sumar
fyrir allri þjóðinni, að rússneski herinn væri „skrapatól“
og gaf í skyn, að í Rússlandi yrði bylting, þegar það lenti i
striði. Þetta voru trúarskoðanir yðar um her og herstyrk
Rússanna.
Við, sem ekki nenntum að bæta brauð okkar í þjóðfé-
laginu með kjánalegu hugmyndarutli um Sovétríkin, viss-
um ofurvel, hve allt þetta fimbulfamb yðar var langt fyrir
neðan allar hellur. Við vöruðum yður hvað eftir annað við
þessum fíflaskap, því að þér mynduð áreiðanlega fara flatt
á honum fvrir efsta dómi staðreyndanna. Við vissum, að
þvættingur yðar, að Rússlandi væri stjórnað af grinnnum
einræðisskálki og lítilli klíku ofstækisfullra kommúnista
til hagsmuna fyrir sjálfa þá og gæðinga þeirra var tilhæfu-
laus rógburður. Við vissum með fullum rökum, að hinir
„gömlu og góðu“, sem Stalín átti að hafa drepið af sér,
voru samskonar þjóðfélagsfyrirhæri og opnuðu allar gáttir
fyrir innrásarher Þjóðverja i Frakklandi sumarið 1940 og