Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 74
108
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Rússnesk hergögn eru mjög léleg.
Rússneskir hermenn eru afskaplega fákunnandi.
Rússnesk herstjórn er slæm.
Rússar eru skíthræddir vi& Þjóðverja.
Rússneski herinn er ónýtt skrapatól.
Rússar ætla að leggja undir sig heiminn.
Hefur nokkurntíma nokkur þjóð ált önnur eins fifl á
spámannsstólum ?
Yður gegnumsjáandi,
Þórbergur Þórðarson.
Yngvi Jóhannesson:
Rabindranath Tagore.
Sú fregn barst hingað liinn 7.ágúst síðastliðinn, að ind-
verski skáldsnillingurinn Rabindranath Tagore væri lál-
inn. Hann niun vera frægasti rithöfundur Austurlanda á
síðari tímum, og hafa rit hans náð mikilli hylli víða um
heim, einnig á Islandi.
Tagore er fæddur 6. maí 1861 í Kalkútta, og var hann
því rúmlega áttræður að aldri, er hann andaðist. Hann var
kominn af merkri bengalskri ætt, er átt hefur marga af-
hurðamenn öldum saman. Skáldið Bidyapati Thakur (en
Thakur er liinn hengalski ritháttur nafnsins), er uppi var
á 14. öld, er lalið einn af frumherjum hengalskra hók-
mennta.
Faðir Tagores var Maharsi Devendranath Tagore, lcunn-
ur maður á Indlandi og víðar. Hann gekk í indverska trú-