Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 77
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
171
liann hafi skipt tíma sínum milli skólans og skáldskapar-
ins, og mörg fegurstu kvæði sín orti hann í Shantiniketan,
þar á meðal flest Ijóðin í Gitanjali. Skólinn hófst 1902 með
3—4 drengjum að meðtöldum syni Tagores, en eftir 4 ár
voru nemendur orðnir 60 og 1919 yfir 200. I fyrstu voru
aðeins piltar í skólanum, en síðar hæði piltar og stúlkur, og
er þar ekkert tillit tekið lil liinnar indversku stéttaskipt-
ingar. Þótt skóli þessi sé með mjög sérkennilegum ind-
verskum hlæ, er hann að miklu leyti í samræmi við sumar
nýjar uppeldisstefnur og aðferðir þeirra, lagaðar eftir
staðháttum; jafnframt er lialdið fast við liið bezta í skipu-
lagi og anda liinna fornu indversku útiskóla. Hin æðsta
menntun er sú, segir Tagore, sem ekki aðeins veitir oss
fræðslu, lieldur stillir líf vort til samræmis við tilveruna.
Enginn kennari við skólann mátti hafa meira en 10 nem-
endur, sökum kennsluaðferðanna, og mun það ein ástæð-
an til þess, að skólinn bar sig ekki f járliagslega, en Tagore
lét Nóbelsverðlaun sín, er námu um £8000, ganga til stuðn-
ings skólanum, og einnig liagnað af sölu hóka sinna. Skóli
þessi varð smám saman alþjóðleg stofnun og er nú nokk-
urs konar liáskóli, hinn fyrsti, þar sem kennt er á beng-
alskri tungu (en liún er, eins og fleiri indversk tungumál,
komin beint af sanskrít-tungunni fornu).
Tagore elskaði mjög Indland og indverska menningu.
En þó að hann fylgdi hinni þjóðlegu, indversku frelsis-
hreyfingu, er stefnir að afnámi hrezkrar yfirdrottnunar,
þá var hann friðarins maður, er vildi vinna á grundvelli
samstarfs en ekki ofbeldis. Hann gat því fylgt Gandhi að
málum um að vinna án ofbeldis, en ekki um það, að fella
niður samstarf við Breta, þótt út af bæri. Hann barðisl
mjög fyrir bættum hag indverskra kvenna og afnámi ind-
versku stéttaskiptingarinnar, er hann taldi einhvern al-
varlegasta tálmann á vegi indversku þjóðarinnar til nýs
og hetra lífs.
Nóbelsverðlaunin fékk Tag®re 1913, og Bretar sæmdu
hann aðalsnafnbót 1915. Hann afsalaði sér þó nafnbótinni