Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 79
Fornt ástaljóð enskt.
(BEN JONSON),
Frá helgnm döggvum himnabrunns
mun hjartað þiggja fró,
en ætti eg guða-kjörvins kost,
eg kgsi full eitt j)ó:
um leyndan koss á bikars barm
eg bið, — en ekki vin,
er knegfa dróttir fagnafull
mitt full sé augu þin.
Þér sendi eg eitt sinn unga rós
á ungri rósargrein,
vonaði hún mundi ei velkjast þar
né visna föl og ein;
þú barst að vitum góða gjöf
— og gafst mér hana á ný;
siðan í ilmi andi þinn
andar frá blómi því.
H. K. L.
verskrar trúhyggju en Gitanjali, „ljóðfórnir“ Tagores til
guðs, þar sem hann leitast við að stilla tóna hörpu sinnar
til samræmis við tóna eilífðarinnar.
Tagore hefur nú lagt hörpuna við fætur þagnarinnar.
En tónar hennar munu geymast, hæði um Austur- og
Vesturlönd.
* *
A íslenzku er til eftir Tagoi’e Ljóðfórnir (1919) og
Farfuglar (1922), livorttveggja þýtt af Magnúsi Árna-
syni, ennfremur nokkrar smásögur og kvæði á víð og
dreif í tímaritum, þýtt af ýmsum.