Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 87
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
181
tökum, gera liin djarftækustu markmið að sigruðum á-
föngum og láta þann hugsunarhátt, sem ýmist tilhiður
dægurfluguna eða koparkálfinn, vera óferjandi og óalandi
innan véhanda sinna. I stað þess að vanrækja félagsskap
sinn, á æskulýðurinn að treysta hann og efla, skera upp
herör gegn hverskonar dofningjahrag og útúrboringsskap,
svo að hetjudugur og eldmóður einkenni hann, en ekki hið
sljóva skeytingarleysi um eigin velferð. Unga kynslóðin
verður að vera þess meðvitandi, að hún er fær um að gera
menningarleg afrek, ef hún sigrast á djöfli deyfðarinnar
og liggur ekki á liði sínu, ef hún greinir liismi frá kjarna
og hlekkingu frá sannleika. Unga kynslóðin er fær um
að setja nýjan og fegurri svip á íslenzkt þjóðlíf, ef liún
einbeitir öllum kröftum sinum að því marki. Það er henni
lífsnauðsyn að láta ekki hin steinrunnu afturhaldsöfl
hneppa sig í viðjar vanafestunnar eða þrældóm falsaðra
pappírssnepla. Hún má umfram allt ekki láta telja sér trú
um, að liún sé óhæf lil þess að ráða fram, úr málum sín-
um sjálf, að hörmulegasta tegund skítverka sé hið eina
hlutskipti, sem henni heri með fullum rétti.
Um nokkurt skeið hefur það verið hoðskapur hinná
svokölluðu menningarpostula, að íslenzku þjóðerni og
tungu stafaði mikil hætta af samskiptum æskulýðsins við
hið erlenda setulið, en hjargráð fundu þeir cngin, nema
þá að þrengja hag æskulýðsins og straffa hann. Þessi hoð-
skapur á að falla um sjálfan sig og verða formælenduin
sínum lil háðungar. I stað þess að láta íslenzkuna grugg-
ast og afbakast, á æskulýðurinn að skarta daglega skírasta
málmi tungunnar og hera kinnroða fyrir iivert kringilyrði
af erlendum toga spunnið. í stað þess að hyggja kamra og
lilandvilpur fyrir framandi her, á æskulýðurinn að reisa
sér tíguleg menningarsetur. Og í stað þess að hera grjót og
möl í bráðabirgðahervirki, sem eiga eftir að verða rús’t
og dust, á æskulýðurinn að rækta mold landsins sameig-
inlega, stofna nýtízku samyrkjubú með fullkomnu menn-
ingarsniði, þar sem ríkir gleði starfsins og fögnuður