Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 93
TÍMAHIT MÁLS OG MENNINGAR
187
efnishyggju, og lief ég því að þessu leyti liaft hann fyrii'
rangri sök. Hitt er það, að þegar ég segi um lífernisreglu
Nordals, án frekari athugasemda, að hún sé einstaldings-
sinnuð, þá er þar ekki gefin rétt hugmynd um afslöðu hans.
Vil ég þvi gera nokkra hragarbót og taka það fram, að i
lífsskoðun hans felst að mínum dómi meiri mannúð og
mannvinátta en svo, að nokkuð eigi skylt við einhliða ein-
staklingshyggju, og mundi ég vilja segja, að í henni kæmi
fram einmitt hið rétla blöndunarhlutfall einstaklings-
hyggju og samfélagshyggju.
Hins vegar verð ég að kvarta um nokkurn misskilning á
orðum minum, sem fram kemur hjá Nordal, einkum þar
sem sá misskilningur snertir meginatriði.
Ég sagði í ritdóminum, að þegar Nordal teldi tilveru
annars lífs og jafnvel guðdóms vera sér sannfæringar-
atriði, þá gæti ég ekki lagt í það aðra merkingu en þá, að
hann teldi sér þetta þekkingaratriði. Ef vel er að gáð, er í
rauninni ekki með nokkru móti hægt að skilja þessi orð
mín nema á einn veg, sem sé þann, að ef maður segist vera
sannfærður um tilveru einhvers hlutar, þá ldjóti liann að
telja sig vita með óyggjandi vissu, að hluturinn sé til.
Þvi að annars segðist maðurinn vera sannfærður án þess
að geta sagzt vita, og hvað merkir það annað en þetta:
Hann segist í öðru orðinu vita það, sem hann verður að
viðurkenna i hinu, að hann viti ekki og geti því eins vel
verið ósatt. í þessu felst rökfræðileg mótsögn jafngild
þeirri, sem ég hafði talið felast í hugtakinu „trúarleg þekk-
ing“, en með því á ég við „þekkingu", sem fengin væri án
alls tilverknaðar skynseminnar, lil dæmis fyrir einhvers
konar „andlega reynslu“.
Ekki virðist mér Nordal hafa haggað við neinu af þessu,
heldur hrekur hann skoðun, sem ég lief að vísu aldrei lát-
ið í ljósi, sem sé þá, að menn verði að vita allt um hlutinn,
það er þekkja alla eiginleika hans, til þess að mega vera
sannfærðir um tilveru lians. Ef ég hefði haldið fram ann-
arri eins fjarstæðu, þá hefði ég unnið til þess, að Nordal