Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Page 107
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 201 það snjallræði, að láta ríkissjóðinn bera framvegis skellina af hinni kostnaðarsöniu ástríðu sinni til bókaútgáfu, og hefur hann nú i krafti þess lagt óheillahönd sína á verk JónasarHallgrímsson- ar. Nú er það alkunna, að skáldverk Jónasar Hallgrímssonar frum- samin eru það lítil að vöxtum, en jafnmerkileg, að meira en með- aldirfsku þarf til að gera sér leik að því að rýra fyrirferð þeirra, og þeim mun minni ástæða til þess af ríkissjóði en öðrum, sem hann dreifir gefins út bókum fyrir hundruð þúsundir króna á svokallað forlag Menningarsjóðs hvort eð er. En hjá Hriflu-Jón- asi hefur orðið lítil hilluprýði úr verkum listaskáldsins: kver, einna áþekkast sálmaviðbætinum í sniðum, svo fátæklegt að frá- gangi og útliti, að það er í rauninni ekki til neitt orð, sem lýst getur bókinni, nema ef vera skyldi hið reykvíska lýsingarorð „púkó“. Kotungshátturinn uppmálaður, mætti einnig segja. Framan við kvæðin skrifar Hriflu-Jónas Timakjallara einn, þar sem hann breiðir sig út yfir viðkvæmar sögusagnir úr einkalífi skáldsins, og birtir þar á einkar ósmekklegan hátt nöfn og heim- ihsföng, sem hingað til hefur verið þegjandi samkomulag að láta hulin i blámóðu ljóðsins. Að minnsta kosti hefði verið viðkunn- anlegra, ef smekklegri maður og óljúgfróðari en þessi þingmað- ur liefði valizt til að fara höndum um þau efni. Jónas frá Hriflu er nokkurn veginn gersneyddur hæfileikum til að rita um skáld og skáldskap, — til þess er þekking hans of grunn, hugsunin of hversdagsleg, penninn of sljór. Hann kann ekki að sérkenna hlut, lieldur flýtur allt fyrir honum, hann sljóvg- ar i stað þess að hvessa, fletur í stað þess að ydda, banalísérar í stað þess að karaktériséra. Ef hann ætlar að lýsa einhverju, sem honum þykir mikils um vert, verða útþvældustu glósur málsins að einskonar „óbilgjarnri klöpp“, þar sem hann stendur fastur. Þegar frá er tekinn hæfileiki Hriflu-Jónasar til að skrifa nið og andstyggð um fólk i Tímann, þá verður eftir aðeins ofur hvers- dagslegur, litið upplýstur barnakennari, sem þjáist af allskonar vankenndum og þar með óhamingjusamri löngun til að færast þá hluti i fang, sem eru honum um megn. Hjá honum verður Jónas Hallgrímsson „gæfumaður um marga hluti“, „frá upphafi öndverður alls konar Ijótleika", „gæddur óvenjulegum og fjöl- breyttum gáfum“, „þekkti fegurð tungunnar“, „fágaði kvæði sín“, „myndir hans eðlilegar og náttúrlegar“, „afreksmaður í bókmennt- um“, „hugsjónamaður“, „hversdagsgæfur" — sem sagt orðaglam, flatar endursagnir þess sama, sem allir skussar hafa ævinlega verið að éta upp, hver eftir öðrum, um Jónas Hallgrímsson og öld hans, hvergi örlar á tilraun til sjálfstæðs mats á hlut, né hæfileilca til að nálgast umræðuefnið á persónulegan hátt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.