Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 12
2 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR læti. Við vitum ekki, hvar við værum komnir, ef nazistar hefðu ráðið hér landi í fimm ár. Svo mikið er víst, að þeir áttu hér kvislingastjórn vísa, og nægt fylgi við hana, svo að gera má sér í hugarlund, hvers verkalýðshreyfingin og fylgjend- ur hennar hefðu mátt vænta. Rétt er, að nazistavinir ganga hér enn hnakka- kertir, og þjóðin hefur enga eldskírn hlotið, og af henni fer ekkert sigurorð. En hún hefur komizt hjá þjáningum, sem enginn getur vitað nema hefðu orðið henni óbærilegar. Nazistar hefðu ekki þurft langan tíma til að eyða Islendingum. MEÐ HERNÁMSÁRUNUM verða tímamót í sögu íslendinga. Nafn íslands er komið inn í viðburðasögu heimsins. Framtíð íslands og fortíð eiga ekki skylt hvor við aðra. Sjö alda nýlenduaðstöðu er lokið. Ilafinn er ferill okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar, og samtímis er landið, sem við byggjum, orðið vettvangur stór- viðburða og brú milli heimsálfa. Heimurinn hefur uppgötvað Island, ekki sem hernaðarstöð eingöngu, heldur samgöngumiðstöð á leið nýrra farartækja. Hér á landi hefur verið gerður stærsti flugvöllur Evrópu. Einangrun Islands er úr sögunni, hvorki hlíf okkar né böl lengur. Ilvort sem við viljunt bregða okkur til meginlands Evrópu eða Ameríku, tekur það aðeins nokkurra klukkustunda flug. Í einu vetfangi hlasir við okkur nútíma heimslíf, og miðaldatilveran er fyrnd saga, áður en við vitum af. Hin nýja samgöngutækni, auk gerbreyttrar aðstöðu að öðru leyti, getur skapað Íslandi ný örlög, ekki ósvipað því, er gerð- ist á 17. öld, er siglingaleiðir opnuðust um höfin og nöfn ýmissa smáþjóða komust allt í einu inn í veraldarsöguna. Í samræmi við þessa breyttu aðstöðu Íslands í heiminum hljóta sjónarmið þjóðarinnar að breytast og skapast nýr grundvöllur efnahags og atvinnulífs. 011 stjórnarstefna verður að miðast við nána samvinnu við aðrar þjóðir. Kunnátta, tækni og menning íslendinga verður að hefjast á nútíma stig. Þessi sjónarmið réðu myndun þeirrar ríkisstjórnar, er nú situr, en stefna hennar er að koma nýrri skipan ú atvinnuhætti lands- manna, hefja efnahagslega sjálfstæðisharáttu íslendinga á nýjum grundvelli samstarfs og sambúðar við aðrar þjóðir. Framtíð Islands getur verið undir því komin, að þjóðin sé fljót að átta sig á hinum gerbreyttu viðhorfum, og glati ekki vegna afturhalds, þröngsýni eða miðaldalegs hugsunarháttar úr hendi sér tæki- færum, sem tryggt geta öryggi hennar í aldir frarn. Er t. d. sárt til þess að vita, er íslendingum var fyrir skömmu gefinn kostur á að verða ein af Sameinuðu þjóðunum, — og með því skilyrði einu að viðurkenna opinberar staðreyndir —, að þröngsýni afturhaldsaflanna á Alþingi skyldi fá því ráðið að gera svarið svo úr garði, að það var ekki talið jákvætt. Önnur eins þröngsýni á örlagastundum ]>jóða getur varðað alla framtíð þeirra, og gengið landráðum næst. íslenzka þjóðin verður að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að bæta fyrir afglöp Alþingis í þessu máli og sýna í verki, að hún vilji af heilum hug eiga samvinnu við aðrar þjóðir. VERALDARSAGAN GERIST HRATT um þessar mundir. Frá því orðin hér að framan voru rituð, eða meðan verið er að renna örkum þessa heftis gegnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.